Kirkjuritið - 01.12.1978, Síða 15

Kirkjuritið - 01.12.1978, Síða 15
hyrfi í löður og röstin sogaði og seiddi margs kyns skeljar og sækind- Ur upp á þilfarið. Perlan blasti aftur V|ð í búlkanum, þegar „reiðalítið hug- arfiey" iá orðið flatt fyrir öllum á- ^öllum og sorti yfir hafgúuströndum. Og hún skein meir en orðið hefði, ef sldrei hefði syrt verulega að. Hér er e9 aðeins að snerta við broti af sögu ^uðs náðar, en ekki að tjá almenn sannindi. Sú trú, sem menn eignast á barnsaldri, þarf að taka út þroska. ^að er engin nauðsyn, að það gerist í öríðum og harki („Sturm und Drang", samkv. gamalli formúlu þýskrar bók- ^enntasögu). Vorgróandinn getur 0rðið sumargróður með hægfara, eðiilegum vexti. En trú þarf að kom- ®st til vitundar. Það á enginn sína °arnatrú eins og verndargrip í nisti. ^vert frae deyr, ef það nær ekki að vaxa. Sú barnatrú, sem fylgir ekki V'tsmunalegum og tilfinningalegum Proskaferli manns, verður aldrei ann- að en dvergvaxin krækla, ef hún visn- ar ekki upp og deyr. Og menn geta V'Hst í þoku eða logndrífu eins og í arðviðrum. Margur verður úti and- e9a án þess að gera rrakkum tíma uPp við sig neinar áttir eða stefnu. ðrir berast á kaldan klaka með '°dum, sem þeir fylgja að eigin vali. Sjálfsagt hefði ég getað orðið úti r°arlega séð. Eða búið mér ból í ein- verjurn skúta, þarsem ég hefði hlúð 0 mér með slitrum af kristindómi, hum saman við annan spuna. Mér tr. Ur alltaf fundist næsta algengt, að ruarlegir vaxtarverkir æskuára verði aranlegir. Og ekki af því, að menn ^aidist ungir, heldur þvert á móti af lnu. að gelgjulæti sálarinnar, eðlileg á sínum tíma, urðu hugsjón, stundum kölluð „sannleiksleit", sem snerist í kalkaðar kreddur, steingerðar for- sendur í hugsun. Ég varð sem sagt ekki úti. í Ijósi þess má ég þakka þau trúarlegu umbrot, sem ég lifði ungur. Þar opnuðust stórir heimar - Hvað um köllunina til lífsstarfs, námsár og hugstæða samferðarmenn eða leiðtoga, innlenda og erlenda, frá þeirri tíð? - Þegar ég var barn ætlaði ég alltaf að verða prestur, ef mér yrði auðið að komast í skóla og gegnum tilskilið nám. Þessi bernskudraumur var orð- inn föst ákvörðun, þegar ég hafði lokið stúdentsprófi. Ég las undir próf- ið (sem ég tók utan skóla) á Mosfelli hjá séra Guðmundi Einarssyni, þeim stórbrotna öðlingi. Þá var þar einnig stud. theol. Sigurður Pálsson. Við vor- um herbergis- og rekkjunautar. Hann var ósár á tíma sinn og minn til um- ræðna. Við höfðum kynnst áður hér í Reykjavík, áttum heima í sama húsi vetrartíma. Hann gaf mér marga góða stund. Ég innritaðist í Guðfræðideild þegar að loknu stúdentsprófi, en sinnti lítið um skipulegt nám. Ég kenndi mikið til þess að hafa ofan af fyrir mér. Og mér tókst ekki að fá á- huga á Guðfræðideildinni. Liðu þann- ig tvö ár. Ég las svo sem allmikið á víð og dreif. Mig langaði að komast utan, dreymdi um að afla mér undirstöðu í hebresku og grísku, í heimspeki og almennum trúarbragðafræðum. Draumórar auðvitað. En einstök at- 253
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.