Kirkjuritið - 01.12.1978, Page 37

Kirkjuritið - 01.12.1978, Page 37
HELGA ÞÓRARINSDÓTTIR: UPPHAF SPÍRITISMA Á ÍSLANDI Síðari hluti Stjómmál og andatrú H*rri má geta hvílíka athygli tilraun- lrnar og stofnun Tilraunafélagsins ^akti út í frá. Ekki var eingöngu við- angsefnið þess eðlis að það hlaut að Vekja áhuga manna og forvitni al- mennt, heldur áttu þar hlut að máli argir kunnustu menn þjóðarinnar. 9r með er ekki sagan öll, því að í °Pi Tilraunafélagsmanna var að 'nna marga gamla valtýinga og harð- nunustu andstæðinga stjórnar snnesar Hafstein. Ber þar fyrst og emst að nefna Björn Jónsson rit- l0ra Isafoldar, Einar Hjörleifsson (sem hafði verið einn af Verðandi- mönnum ásamt Hannesi Hafstein í Kaupmannahöfn), og Skúla Thor- oddsen, sem var ritstjóri Þjóðviljans. Blaðadeilur voru gífurlega harðar á heimastjórnartímanum, svo sem frægt er, og persónulegar árásir ekki sparaðar, en þær eru þeim mun greinilegri, þar sem um stéttafars- legar deilur er vart að ræða á þessum tíma. Aðalstjórnarandstöðuflokkur- inn nefndist í fyrstu Framsóknar- flokkur, en eftir bændafundinn 1905 (út af ritsímamálinu) kallaðist hann Þjóðræðisflokkur. í honum voru Björn, Einar og Skúli. Annar hópur stjórnarandstæðinga var Landvarn- 275

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.