Kirkjuritið - 01.12.1978, Side 59

Kirkjuritið - 01.12.1978, Side 59
SÍRA JÓNAS GÍSLASON, DÓSENT: Undirbúningur að Handbók presta 1910 Hér er undirbúningur að Handbók presta 1910 rakinn í stórum dráttum, og umræður um hann, einkum með tilliti til þess, að þar er íslenzkum prestum gefið frjálsræði um textaval. I Fróðlegt væri að rekja breytingar Þ®r, er orðið hafa á íslenzkum ^essusiðum frá upphafi fram til nú- tímans. Ég ætla mér þó ekki þádul að 9jöra slíka tilraun hér. Um breyting- ?rnar, sem orðið hafa frá siðbreyt- in9U hefurdr. Björn Magnússon pró- fessor ritað fróðlega grein, sem birt- 'st í Samtíð og saga, VI. bindi, Reykja- v'k 1954, og nefndist: Þróun guðs- Þjónustuforms íslenzku kirkjunnar ffásiðaskiptum. Vísa égtil hennarum bánari upplýsingar um breytingar á ^essusiðum almennt. Eftirfarandi grein er tilraun til þess að rekja í fáum orðum undirbúning aó samningu Helgisiðabókar ís- lenzku þjóðkirkjunnar, sem prentuð var 1910, og rekja umræðurnar, sem arðu um þá bók. Sérstaklega er nugað að þeirri breytingu, sem gjörð var á frelsi presta til að velja sér pré- dikunartexta við almennar guðsþjón- ustur, en í téðri handbók er að finna eftirfarandi klausu í skýringum á guðsþjónustunni, sbr. 2: „Þá stígur prestur í prédikunarstól og flytur bæn. Þá getur hann flutt fram hina postul- legu trúarjátningu. Því næst les hann guðspjallið eða þann texta sem hann leggur út af, og flytur prédikun sína.“ II Óþarft ætti að vera að fara mörgum orðum um þær umræður, er urðu hér á landi um sálmabók þá, er út var gefin í Leirárgörðum árið 1801 og hlaut í alþýðumunni nafnið „Leirgerður". Sú bók markaði þáttaskil í íslenzku guðs- þjónustuhaldi, enda urðu íslendingar eftir það „grallaralausir", missnemma að vísu, því að grallarasöngurinn hélzt víða alllengi enn, og sums staðar í sveitum mun hann jafnvel hafa haldizt fram undir aldamótin 1900, þótt oft 297

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.