Kirkjuritið - 01.12.1978, Side 76

Kirkjuritið - 01.12.1978, Side 76
mæddum. 4. bæn fyrir öllum stéttum, kristilegu heimilislífi, daglegu starfi til lands og sjávar, sigling og verzlun o. s. frv. í íslenzku bæninni er að eins tekið tillit til 1. og 3. liðs, en ekkert til 2. og 4. Kirkja vor átti þó eitt sinn miklu fullkomnari bæn en þetta, eins og sjá má af gömlum handbókum, þarsem véreigum hinaalmennu bæn dönsku kirkjunnar í íslenzkri þýðing. Hún er að vísu óþarflega löng og orð- mörg, en víða Ijómandi falleg og ein- staklega viðkvæm. „Þú mikli faðir Ijósanna, burtflyt aldrei þinn Ijósa- stjaka frá oss. Lát oss aldrei finnast í tölu þeirra, sem elska meir myrkrið en Ijósið, heldur hjálpa, að vér mættum jafnan með andakt nálgast þitt hús, heyra þitt dýrmæta orð og brúka þau af þér innstiftuðu háverðugu sakra- menta! Gef þú kennendur eftir þínu eigin hjarta, sem kunni að fæða þinn söfnuð með þekking og forstandi, líka uppbyggi bæði með lifnaði og lærdómi." Svona biðjum vér eigi ís- lendingar, nú á dögum. Oss þykir það víst nokkuð mikill óþarfi. Vér minn- umst ekki heldur á kennendur eftir drottins hjarta, sem séu söfnuði Krists til uppbyggingar bæði með líf- erni sínu og lærdómi! Vér höfum enga tilfinning fyrir því, að vér þurfum þess með. Vér munum hvorki eftir heiðingjum né Gyðingum. En hvað hjartað er orðið þröngt og tilfinningin sljó! Ekki er að furða, þótt vér hugs- um lítið um að útbreiða guðs ríki, bæði út á við og inn á við. - Þá er þessi kafli ekki síður fagur og hjart- næmur: „Miskunnaþigyfirallan þinn kristindóm! Blessa þú sérdeilis þessi ríki og lönd, hvern stað í ríkjunum, 314 hvert hús í stöðunum, hverja sál í hús- unum! Reiðstu oss ekki, að vér, þín óverðugu börn, biðjum þig um svo mikið. En hvert skulum vér, stór- syndarar sem vér erum, flýja utan til svo hjartanlegs meðaumkvara sem þú ert! Ó, þú, faðir allra miskunnsemda! Vertu oss aumum syndurum náðugur. Hrösum vér, þá styð þú oss á fætur aftur, að vér ekki liggjum fallnir. Vér höfum syndgast og vér syndgum dag- lega; en sakir þíns syndlausa sonar, þá gleym þú vorum syndum, en gleym aldrei að vera oss náðugur.“ Almenna bænin, sem vér höfum nú í handbókinni, er kirkju vorri hreint að segja til minkunar. Vér megum til með hið allra fyrsta að fá aðra almenna bæn eftir prédikun. Það hefur stór- mikla þýðing fyrir vort kirkjulega líf og kristilega meðvitund. Þá bæn eigum vérekki að semjasjálfir. Vérerum ekki nógu miklir bænarinnar menn til þess. En vér eigum að þýða einhverja af hinum gömlu bænum, sem notaðar hafa verið í kirkjunni öld fram af öld, þar sem hún hefur verið vakandi og biðjandi. Og sú bæn ætti að verafram- borin í öllum kirkjum þjóðar vorrar, en aldrei flutt af eigin geðþótta neins prests. Það er aðalbæn safnaðarins. Og það er eitt aðalerindi kristinna manna í guðs hús að gjöra þar baen sína. En til þess, að allirgeti tekið þátt i sömu bæninni, er nauðsynlegt, að su bæn, sem fram er flutt, sé öllum kunn, svo öllum sé unt að gjöra orð hennar að sínum orðum um leið og þau eru töluð. í frumvarpinu er farið fram á þá breyting, að í stað blessunar þeirrar af prédikunarstól, sem kennd er við

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.