Kirkjuritið - 01.12.1978, Side 78

Kirkjuritið - 01.12.1978, Side 78
hefði mátt feti lengra og binda ekki þetta fullkomnara form við hátíðirnar einar, taka ekkert til um það, láta hvern söfnuð hafa fullt frelsi til að viðhafa það, hvenær sem honum sýndist. Mundi það hafa orðið til þess, að söfnuðirnir í bæjunum, ekki sízt í höfuðstaðnum, þar sem ágætir söngkraftar eru fyrir hendi, hefðu smám saman tekið upp það formið og vakið kærleik til þess og aðdáun fyrir því í hjörtum kristinna manna víðsvegar um landið. Þannig hafa Norðmenn gjört og hefur sú aðferð gefist einkar vel. Með því hefði engu verið spillt, engum gjört neitt að skyldu, ekkert valdboð átt sérstað, en upphvatning gefin safnaðarlífinu og áhuganum fyrirguðsþjónustunni. Hátíðaform þetta er fólgið í víxl- söng milli prests og safnaðar, introitus (messuupphaf) og gloria fyrir prédikun, en praefatio og sanctus eftir. Eru það mest biblíu- staðir. Sumir teknir úr grallarasöngn- um gamla. En sumireru nýsamdir, og var það alveg óþarfi, því að til eru fastir víxlsöngvar fyrir allar þessar hátíðir, sem viðhafðir hafa verið í kirkjunni öld fram af öld, fastákveðnir eins og pistlar og guðspjöll, og var sjálfsagt að taka þá, en fara ekki að semja nýja. Þegar vér viljum fara að endurbæta það guðsþjónustuform, sem nú tíðkast, ættum vér að hafa það að stöðugri reglu að taka það eitt upp, sem áður hefurtíðkast og enn er varðveitt í kirkju vorri, en ekki eitt- hvað, sem vér tildrum upp sjálfir. Margur alvarlega hugsandi kristinn maður kann að segja, að vér ættum öldungis ekkert að eiga við að endur- 316 bæta tíðareglur kirkju vorrar, meðan dauðinn í henni er ekki rekinn á dyr og ekki fyrr en alt er orðið nýtt. Þetta er satt að því leyti, að aldrei ætti mönnum til hugar að koma að semja sjálfir nein ný kirkjuleg form, þar sem svo er á- statt. Það má ganga út frá því sem vísu, að úr því verði handaskol. En hitt má gjöra, að láta hið gamla og góða í tíðagjörð fyrri alda rísa aftur upp frá dauðum. Og það hef ég fyrir satt, að hvervetna, þar sem heilbrigð upp' vakning til kirkjulegs lífs hefur átt sér stað, hafa menn um leið farið að kalla upp úr gröfum gleymskunnar hin göf- ugri guðsþjónustuform guðhræddra feðra og látið þau verða að nýju verk- færi til að efla og styrkja kristilega safnaðarvitund. Ég vona fastlega, að það verði einnig svo hjá oss. - Víxl- söngurinn, sem ætlast er til að fari fram eftir prédikun samkvæmt þessu hátíðaformi (praefatio) og (sanctus), á eiginlega eins við á undan altaris- göngu, þótt hann sé í grallaranum sem hátíðasöngur; en það mun koma af því, að þá var reglan sú, að altaris- ganga færi fram á öllum stórhátíðum, og ætti sú regla auðvitað að verða tek- in upp aftur. Einungis tvö helgidagakvöld er gert ráð fyrir að fari fram aftansöngur eða kvöldmessa í íslenzkum kirkjum- Skyldi þá þurfa að sækja um konungS' leyfi, ef messa ætti einhvers staðar að kvöldi endranær? Er hörmulegt ti' þess að vita, að enn skuli engin rödd heyrast í þá átt, að kvöldmessur skuji teknar upp í kaupstöðum á íslandi, ekki einu sinni í sjálfri höfuðborginni- Það verður aldrei neitt úr kirkjulegd uppvakning meðal vor, nema fjölgað

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.