Handbók fyrir hvern mann - 01.01.1921, Blaðsíða 54
52
bréfið, skal grei'öa helming gjalds þess, er segir
fyrst i þessum kafla, þó eigi minna en 2 kr. og
eigi meira en 12 kr.; á afborgun skal miða gjald-
ið við stærð hennar.
Nú krefst einhver vottorðs úr afsals- og veð-
bréfabókunum um eignarheimild á fasteign og
um höft þau, er á henni liggja, og skal hann
gjalda fyrir það 3 kr.
Nú er sama skjalið þinglesið í fleiri þinghám
en einni í sama lögsagnarumdæmi, og skal þá
greiða gjöld þau, sem að framan getur um, fyr-
ir hina fyrstu þinglýsingu, en fyrir hinar síðari
hálft gjald fyrir hverja.
4. Skiftagjöld.
í öllum þeim búum, sem skiftaráðandi eða
skiftaforstjóri án dómsvalds fer með og lýkur
skiftum í, skal greiða í skiftagjöld 2% af öllum
eigum búsins, án tillits til skulda, er á því liggja.
Þó skal ekkert gjald greiða í þeim búum, þar
sem eigurnar nema ekki 100 kr., að frádregnum
útfararkostnaði i dánarbúum.
Fyrir að gefa út innköllun til skuldheimtu-
manna skal greiða:
Þegar eigur búsins eru minna en 1000 kr. 4 kr.
Séu þær meira en 1000 kr.................8 kr.
Nú tekur skiftaráðandi bú til skiftameðferð-
ar, en íramselur það síðar erfingjunum eða öðr-
um, er hlut eiga að máli, og skal þá greiða fjórð-
ung gjaldsins, ef framsalið fer fram á fyrsta
skiftafundi, helming ef það fer fram seinna, en
þó ekki síðar en á fyrsta skiftafundi eftir að inn-
köllunarfresturinn er útrunninn, en þrjá fjórð-