Handbók fyrir hvern mann - 01.01.1921, Blaðsíða 76
74
samningimi með io kr., auk gjalds af fjárfram-
laginu, eftir fyrirkomulagi félagsskaparins.
Framsöl einstakra meðlima á réttindum sínum
í félaginu eru stimpilskyld, ef félagssamningur-
inn var stimpilskyldur, en ella eigi.
Skuldabréf og tryggingarbréf stimplast með
3%0, ef skuldirí ber vexti og er trygð meö veði
eða ábyrgð, en annars með i%c, og telst brot úr
þúsundi heilt þúsund, ef bréfið er yfir iooo kr.
Þegar skuld er endurnýjuð með nýju bréfi
(novatio) eða skuld er færö yfir á annars manns
nafn (delegatio), greiðist helmingur gjaldsins.
Skuldabréf, sem ekki nema meiru en 200 kr.,
eru stimpilfrjáls, þegar skuldin ber eigi vexti
og engin trygging er sett.
Eftir sömu reglum stimplast framsal á skuld,
Ef veðréttur er stofnaður eða tygging er sett
fyrir væntanlegri eða óákveðiríni skuld, skai
reikna stimpilgjaldið eftir þeirri upphæð, sem
frekast er ætlast til að tryggja.
Víxlar og samþyktar ávísanir, nema tjekkar,
stimplast:
200 kr. eða minna með .... 20 au.
Frá 200— 400 kr. með .....40 —
— 400— 600 — — ......60 —
— 600— 800 — — ... 80 —
800—1000 — — ...... 1 kr.
Ef fjárhæðin er hærri, skal stimpla skjöl þessi
með 1 kr. af þúsundi eða broti úr þúsundi.
Endurnýjaður víxill telst nýr víxill.
Ef veð eða ábyrgð er áskilin í vixli, stimplast
hann eins og veðtrygt skuldabréf.
Framsöl á víxlum og samþyktum ávísunum
eru eigi stimpilskyld.