Handbók fyrir hvern mann - 01.01.1921, Blaðsíða 64
ý. Áf tóbaksvindlum og vindlingUm (cigafett-
um) kr. 8,00 af hverju kg.
Vindlingar tollast aö meötöldum pappírnum
og öskjum eöa dósum, sem þeir seljast í.
8. Af óbrendu kaffi og kaffibæti alls' konar
60 aura af hverju kg.
9. Af alls konar brendu kaffi 80 aura af kg.
10. Af sykri og sýrópi 15 aura af hverju kg.
11. Af tegrasi 150 aura af hverju kg.
12. Af súkkulade 75 aura af hverju kg.
13. Af kakaóduíti 50 aura af hverju kg.
14. Af öllum brjóstsykurs- og konfekttegundum
kr. 2,00 af hverju kg.
Af vörutegundum þeim, sem nefndar eru í
töluli’öunum I—5, skal brot úr tolleiningu, sem
nemur helmingi eöa meiru, tali'ö sem heil toll-
eining, en minna broti skal slept. Af vörutegund-
um í 6.—14. liö ber a’ö reikna tollinn af hálfri
tolleiningu, þannig aö' % þg þar yfir telst heil,
% alt aö hálf, en minna broti skal slept. Tó-
baksblöð, sem aöflutt eru undir umsjón yfirvalds
og notuð til lækninga á sauðfé, eru undanþegir.
tollgjaldi.
Vörutollur. %
Af innfluttum vörum, sem ekki'eru sendar i
pósti, skal greiða gjald í ríkissjóð, eftir þyngd
vörunnar meö umbúöum eöa eftir rúmmáli:
1. Af kornvörum, jaröeplum, steinolíu, sementi,
kalki, tjöru, blackfernis, asfalti, krít, leir, eld-
föstum leir, hverfisteinum, kvarnasteinum,
gólf- og veggjaplötum, steyptum eöa brend-