Handbók fyrir hvern mann - 01.01.1921, Blaðsíða 74
72
Ennfremur erfðafestubréf, ef þau veita rjett til
að selja eða ve'ösetja.
Þegar fasteign er afsölu'ð hlutafélagi, grei'ð-
ist gjald þetta tvöfalt.
Þegar fasteign eða skip er lagt út til eignar
ófullnægðum veðhafa, greiðist hálft gjald.
Ef giftingarvottorð er þinglesið sem heimild
fyrir skipi eða fasteign, skal ekkeit stimpilgjald
greiða, nema ef endurgjald er áskilið til með-
erfingja eða annara, þvi að þá skal reikna stimp-
ilgjald eftir eridurgjaldinu.
Útdrættir úr skiftabókum eða öðrum embættis-
bókum eða vottorð embættismanna, félaga, stofn-
aria e'ða einstakra manna, er sýna eigandaskifti
að fasteign eða skipi, eða eru notuð sem afsöl,
stitnplast sem afsöl.
Stimpilgjaldið fyrir öll heimildarbréf fyrir
skipum og fasteignum ,telst eftir því kaupverði,
sem sett er á eigriina í bréfinu, þó aldrei minna
en eignin er metin til skatts, sé um fasteign að
ræða, og teljast veðskuldir, itök eða kvaðir, sem
kaupandi undirgengst, til kaupverðsins.
Þegar kaupsamningur er stimplaður, er afsals-
bréf til sama kauparida stimpilfrjálst.
Ef heimildarbréf er framselt, ber að stimpla
framsalið sem afsal.
Heitnildarskjöl um veiðiréttindi, skjöl, sem
leggja ítök, skyldur og kvaðir á annara eign,
stimplast með i %, ef endurgjald cr greitt e'ða
áskilið, og fer stimpilgjaldið eftir endurgjaldinu.
Framsöl jiessara réttinda er stimþilskyld eftir
söm'u reglum.
Hlutabréf, sem gefin eru út af félögum með
takmarkaðri ábyrgð, stimplast með i%, ef þau
hljóða á handhafa, en með 2/z°/o, ef þau hljóða