Fanney - 01.05.1907, Page 27

Fanney - 01.05.1907, Page 27
FANNE Y. 25 HlíEINDYR. HREINDYRIN eru spendýr, spengileg og sporlétt, liáfæll og búk- grönn, með fögrum greinóttiim liornum, sem falla af peim ár- lega. Þau eru klaufdýr og jórtra. Pau hafast við í köldu löndunum við Norðuríshaíið og lifa á fjallagrösum og hreindýramosa. Finnar og íleiri þjóðir temja þau og eiga stórar hreindýra- h j a r ð i r, margir svo að skiftir þúsundum dýra, og má segja, að þeirlifl nær eingöngu á lireindýr- unum. Árið 1771 voru flutt liingað til landsins nokkur hreindýr og þeim slept í Pingeyjarsýslu og Gullbringusýslu. Var það fyrirætlanin, að þeim fjölgaði og íslendingar notuðu þau á sama liátt sem Finnar. — En það hefir eigi orðið. Pau eru mjög stygg og vör um sig og haldast við í óbygðum á fjöllum uppi. Er það mjög fögur sjón að sjá lireindýrahóp á spretti á vetrardegi. Þá koma þau oft, er vistir þrýtur á afréttum uppi, í stórhópum heim í bygð. Pau eru ótrúlega fljót á fæti og létt á sér, hendast yfir holt og lueðir, stokka og stcina, scm fugl fljúgi. Peim hefir fjölgað mjög mikið, þótt oft hafi það komið fyrir í hörðum vetrum, að þau hafi dáið hrönnum saman af bjargarskorti. Svo hafa þau einnig verið skotin takmarkalaust sumstaðar, en nú eru þau. sem betur fer, frið- uð með lögum. Menn liafa náð lifandi lireindýrskálfum og alið þá upp, en þeir hafa unað illa ófrelsinu og oftast dáið eftir skamman tíma.

x

Fanney

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.