Jörð - 01.12.1946, Page 57
JÖRÐ
215
og þó einkum staðurinn, þar sem íslenzkir Garðstúdentar og
utamgarðsfólk, stúlkur sem piltar, hittust og héldu veizlur —
auðvitað mjög á Hallgríms kostnað, enda oftast að hans frum-
kvæði. Ósjaldan var tíningur af dönsku fólki með. Var þar
stundum stofnað til ævilangrar og jafnvel innilegrar vináttu.
Munu þeir vera tiltakanlega margir, er minnast tiltakanlega
margra ánægju- og yndisstunda á 9. gangi 13, öðru nafni Sól-
heimum, en svo nefndi Hallgrímur sitt langa og sérkennilega
herbergi, er hafði tvo súðarglugga inn að garðinum, en kvist-
glugga með hlerum út að götunni. — Fyrsta ganga fjölmargra
íslendinga, er þeir komu til Kaupmannahafnar, var á Garð-
inn, til að leita sér fyrirgreiðslu og leiðbeininga — en þar var
þeim oftast vísað beina leið til Hallgríins.
Á berbergi Hallgríms hafði svolítið skáldafélag bækistöð
sína, en Hallgrímur var bæði laglega skáldmæltur sjálfur og
hafði hið mesta yndi af ljóðum. Þó munu sáhnabækurnar hafa
verið mesta eftirlæti lians í þeim efnum. Og þar næst Ijóða-
bækur Matthíasar og Einars Ben og Þorsteins og Jónasar.
Jónas Hallgrímsson og Hallgn'mur Pétursson voru báðir í ætt
Hallgríms.
Það má nærri geta, að ærið tafsamt liafi verið námið Hall-
gríms. Þó stundaði liann það alltaf sæmilega, og tók meistara-
próf á réttum tíma. Kennurum hans mun ltafa verið vel til
1 hans, og elskaði hann mjög einn þeirra, Johannes Steenstrup,
er tekið hafði að erfðum eftir föður sinn, Japhetus Steenstrup,
hinn fræga náttúrufræðing og vin Jónasar Hallgrímssonar,
innilega íslandsvináttu. Einnig bar Hallgrímur hina dýpstu
virðingu fyrir Garðprófastinum, lögfræðiprófessornum Júlíusi
Lassen, og hans ágætu konu.
Hallgrímur fór heim þegar að loknu nárni, þ. e. a. s. til
Keykjavíkur. Þar ætlaði hann að vinna stórvirki í þágu þjóðar
sinnar og gera nafn sitt óafmáanlegt í áframhaldi þeirrar sögu,
sem hann ætlaði sér sjálfum að skrifa. Það var saga íslenzku
þjóðarinnar á 19. öldinni og fram að heimsstyrrjöld, sem hann
hafði hugsað sér sent sitt aðalverk. Og hann gerði mikla áætlun
um það og kom henni á framfæri við Alþingi og sótti um
fjárhagslegan stuðning til verksins. Þeirri umsókn var ekki