Jörð - 01.12.1946, Page 89
JÖRÐ
247
um sér nóg. Frakkland stýrði að öðrum þræði eftir rauðgulum
óhugnaðarmána hefndarinnar, að hinum eftir striki borgara-
legrar síngirni og sérhlífni. Þýzkaland lá á blóðvellinum magn-
þrota og með sorta fordæmingarinnar yfir sér grúfandi. Eng-
land, já, brezka heimsveldið, nötraði eins og sjúkur maður. Og
Rússland — hver vissi, hvers þaðan var að vænta? Og „gula
hættan“ — nú fyrst gátu Vesturlönd sagt í ótta og bifan, svo að
sannmæfi væri: Of mikið hef ég kennt þér!
í sumum löndum, sem verið höfðu hlut-
„Skamant íra Spani . ^ ^ 1914_1918 tom fram
eftir styrjaldarlokin skáldskapur, sem var nokkuð sérstæður.
Ýmsir — þó tiltölulega fáir menn — höfðu grætt of fjár, sumir
svo að segja án allrar fyrirhafnar, — of fjár, sem raunar reyndist
síðar að mestu ímyndaður auður. Þessir nýríku auðmenn lifðu
í vellystingum praktuglega — og kringum þá safnaðist hópur af
fátæku, en „fínu“ fólki — og svo alls konar lýður, sem að ein-
hverju leyti hafði aðstöðu til að komast þarna að: ættingjar
hinna nýríku, fagrar konur og meyjar, blaðamenn, rithöfundar
og aðrir listamenn — og loks veraldarvanir listgutlarar og gleði-
menn af ýmsum stéttum.
Af þeim löndum, sem næst okkur eru og við þekkjum einna
bezt, var Danmörk ljósasta dærnið. Þar kom fram skáldskapur,
sem var eins konar bragðbætir á matseðli þessara borgara, list-
aukandi kryddsíldarréttur á veizluborðum og í næturklúbbum.
Til þess að skemmta þeim, sem höfðu skennnt sér svo, að þá
skorti alltaf nýjungar á nýjungar ofan, ef þeim átti ekki að leið-
ast skemmtunin, gripu sunr skáldin til þess úrræðis, að leita sér
fyrirmyndar um skemmtiefnið hjá örvænisrithöfundum ófrið-
arþjóðanna — brugðu á loft eins konar „skámánum frá Spáni“
— eins og Halldór Kiljan Laxness gerði forðum (sjálfsagt sér til
gamans, en mörgum til hneykslunar og leiðinda). Sá, sem gerði
einna mest að þessu í Danmörku, var Emil Bönnelykke, og
vakti hann á sér geipimikla athygli — líkt og til dæmis jóla-
sveinn í búðarglugga í smáþorpi, þar sem slík furða hefur aldr-
ei áður sézt. En svo kom veruleikinn, grár og grettur, skinhor-
aður og óhugnanlegur, sópaði verðbréfunum af borðum hinna