Jörð - 01.12.1946, Side 119
JORÐ
277
frægasta verk beint í mark. Fyrsta skáldritið, sem í því tilliti talar við menn-
ina líkt og talað væri við Guð, mundi verða fyrsta kjarnorkusprengjan á vett-
vangi bókmenntanna. Þeirri sprengju ætlar síra Helgi sér að varpa — við hent-
ugleika ----við hentugleika, því nógur er tíminn fyrir þann, sem undir niðri
veit, að hann muni aldrei nenna né þora að hafa fyrir því sem hann ætlar sér!
A lífslyginrti um þessa bók lifir síra Helgi í eigin vitund sem ofurmenni, —
á meðan hann lætur líkamann, þar á meðal talandann og skrifandann á sér,
þjóna sjónlausri meðalmennsku, sem tekið hefur hann sér upp á arma, sínum
hugðarefnum til framdráttar — í þeirri skikkanlegu ætlun, að það sé og hans
eigið gagn.
Síra Helgi er þó engan veginn spilltur maður, er leikurinn gerisl. Hann kcmst
við af einfaldri góðvild og tiltrú, sem honum er auðsýnd, og hann fellur sem
heill karlmaður fyrir friggðarbrögðum liinnar ghesilegu læknisfrúar, eftir að
hafa varizt uppgerðarlaust því, sem hann langaði til. En með kippibrúðugöng-
unni til kirkjtt — í síðustu sýningu síðasta þáttar, með nýbakaða maddömuna,
konsúlsdótturina, við arminn, til að flytja prédikun á Uppstigningardaginn —
er hann óafturkallanlega markaður Mammon — dreginn sem hver annar sauður
í dilk þess, sem hefur asklok fyrir himin og mun aldrei leyfa honum hina
minnstu hræringu af frumkvæði andans. Hann er og verður eftir það aðeins
verkfæri — og það jafnvel innbyrðis samkeppandi afla. Engin heil brú í þeitn
manni meir.
AÐUR en aumingja Síra Helgi réttir fram hendurnar til að járnunum verði
læst um úlnliðina að fullu og öllu, hefur hann þó á elleftu stundu gert
síðasta átakið til að bjarga sínum innra manni — eða svo verður, að mér sýnist,
að skilja 1. sýningu 4. (síðasta) þáttar. Átak þetta fer að sjálfsögðu eingöngu
frant á ímyndanasviði síra Helga sjálfs, — sem hugsar sér sig staddan uppi á
Arnarfelli, stað, er fengið hafði táknrænt gildi í huga hans — og þýðir raun-
verulega: Á ég að strjúka eða á ég að vera kyrr? Allir aðalfreistarar hans koma
þarna „upp á fjallið" til hans, og loks fellur hann endanlega fyrir læknisfrúnni.
Sé framangreindri skýringu beitt við þessa annars torskildu sýningu, verður
þó torskilið, hvernig „Háttvirtur Höfundur" hefur komizt inn í hana (nema
hann sé, að sumu alltjend, i n n s t i maður síra Helga, í glannalegu dulargerfi?),
— það verður sennilega við það að sitja að láta sér nægja skynjunina: þarna er
hann! Og þarna er leikhússtjórinn! (H a n n verður auðvitað með engu móti
„skýrður" þarna. Þeir tveir hafa svo samvinnu sín á milli 'í 3. (síðustu) sýningu
4. (síðasta) þáttar). — Og gera sér gott af öllu saman, á sinn hátt líkt og þegar
uiaður les það í grein Steinþórs Sigurðssonar í síðasta JARÐAR-hefti, að þegar
heimurinn var „á dynamiska mælikvarðann" milj. ára að aldri, þá hafi hann
„á kínematiska mælikvarðann" verið ....! Jú, — það gæti svo sem allt staðizt,
skulum við segja, hvert í sínu lagi, — en saman! Nú, það stendur saman--------
4. þáttur „Uppstigningar" er allur á draumkenndu sviði, þar sem kinematiski
raælikvarðinn og dýnamiski mælikvarðinn fara hið bezta saman, þó að „the
tnissing link" sé að sjálfsögðu ófinnanlegur.