Jörð - 01.12.1946, Page 124
282
JÖRÐ
Sýnishom íslenzkra samtíðar-
bókntennta. Tileinkað prófessor
Sigurði Nordal sextugum 14.
september 1946. Höfundar: Árni
l’álsson, llavíð Stefánsson, Ein-
ar Ól. Sveinsson, Guðmundur
Böðvarsson, Guðm. Daníelsson,
Guðm. Gíslason Hagalín, Gunn-
ar Gunnarsson, Halldór Kiljan
Laxness, Halldór Stefánsson,
Jakob Thorarensen, Jóhannes
úr Kötlum, Jón Helgason, Krist-
ján Albertsson, Kristmann Guð-
mundsson, Magnús Ásgeirsson,
Ólafur Jóh. Sigurðsson, Snorri
Hjartarson, Steinn Steinarr,
Theódór Friðriksson, Tómas
Gtiðmundsson, Þórbergur Þórð-
arson, Þórir Bergsson. Formáls-
orð eftir Ragnar Jónsson, for-
stjóra. 145 bls. í kvartbroti.
Útg.: Helgafell. 500 tölusett ein
tök og eitt ótölusett með eigin-
handaráritun höfundanna. Vík-
ingsprent.
Þarna cru 6 smásögur, 1 skáldsögu-
brot, 1 frásaga, 8 frumort kvæði, 1
þýtt kvæði, 1 skáldleg upphrópun, 4
grcinar. Hafa höfundarnir sjálfir val-
ið hver sitt tillag og þá vitanlega af
því, sem þeir hafa lalið sitt bezta, og
er þetta að sjálfsögðu í alla staði hin
eigulegasta bók. Um val höfunda til
bókarinnar er það að segja, að fleslir
þeirra eru sjálfsagðir, cn sumum
mundi þykja, sem þarna væri ein-
hverjum sleppt, sem þar hefðu átt að
vera. Slíkt er þó yfirleitt álitamál. —
Bókin er vottur þeirrar viðurkenning-
ar, sem Sigurður Nordal nýtur scm
forustumaður í íslenzkum nútímabók-
menntum.
Rétt og rangt, eftir C. S. Lewis.
85 bls. Þýð.: Andrés Björnsson.
Útg.: Bókagerðin Lilja. Félags-
prentsmiðjan h.f.
Þetta er einhver snjallasla trúmála-
bók, sem sézt hefur á íslenzku, frumleg
og alþýðleg í aðferðum, rökföst, svo að
til fádæma má telja og full af heil-
brigðri skynsemi. Síðustu tveir kaflarn-
ir eru þó með nokkrum öðrum brag
heldur en meginhluti bókarinnar, sem
ræðir eingöngu einföld undirstöðusjón-
armið. 1 tveitn síðustu Köflúnum fer
höf. inn á að lýsa nánar, hvað kristin-
dómur sé, og virðist það þá ekki nreð
ö!lu handahófs- eða fordómalaust,
hvað hann tekur sem gefin aðalatriði.
heit kaflar eru ekki eins társkfrir í
frainsetningu og hinir, þó að alltaf
glampi þar innan um á snilli, — t. d.
eru önnur Og þriðja síða næstsíðasta
kaflatts merkustu síðurnar í allri bók-
inni — beinlínis stórmerkar. Það er og
mjög mikilvægt, að einmitt í síðusiu
köflunum tekur höf. skýrt fram, að
finni lesandinn ckki til þess, að skýring
sín þar, á einum af aðalleyndardómum
kristinnar trúar, hjálpi sér til að með-
taka þann leyndardóm, þá skuli hann
bara sleppa henni. Þetta sjónarmið
ættu „rétttrúaðir" bræður vorir að til-
einka sér. Þá mundu þeir hrinda færri
náungum sínum frá sáltlhjálplegri trú
en þeir gera. „Guðspekinemar" ættu
hins vegar að spreyta sig á að lesa bls.
53—54 stranglega eftir sinni eigin sann-
leikshollustumeginreglu og vaka nú
einu sitini vel yfir því að fara ekki á
bak við sjálfa sig. — Þýðingin er yfir-
leitt þægileg lestrar, þó að fyrir kotni
„útviskaðar" setningar, sem lcsandinn
freistast til að ímynda sér að hafi verið
markvissari hjá höfundinum.