Jörð - 01.12.1946, Side 128
286
JORÐ
inga í útlöndum. Þann vcg er cg sannfærður um, að við þá mætti hafa ýmis-
lcgar stórar verksmiðjur mcð þeim mcsta ábata, cf menn hefðu hugmynd uin.
hvílíkur kraftur í þeini er og hvern veg hann ætti að nota í gufuvélar, sem nú
tíðkast erlendis í öllum verksmiðjum, en sem þó jafnan eru býsna kostnaðar-
samar, af því þær þurfa mikið eldsneyti, og er þó eldsneytið ekki haft til annars
en til að afla vatnsgufunnar.
Nú með því að vér höfum næga gufu nærfellt við alla hvera, þá er auðvitað,
að við þyrftum langtum minna til að kosta en aðrar þjóðir til að koma upp
gufuvélum og láta þær erfiða af sjálfsdáðum bæði nótt og dag. Yrðu verk-
smiðjur vorar þá þar í frabrugðnar öðrum verksmiðjum, að ekki þyrfti að
eyða einum kolahnefa upp í þær, þó þær gengi ár cftir ár og afkösttiðu allleins
miklu og verksmiðjur erlendis, þær, er eyða mörgum þúsúndum steinkola-
tunnum á ári hverju."
Árið 1924 sýndi faðir ininn mér grein, er birtist í þýzku raf-
magnsfræðinga-tímariti, Elektrotechnisclies Zeitschrift, um
jarðboranir og virkjun gufuhvera á Ítalíu. Hafði hann þá
fengið mikinri áhuga fyrir slíkum virkjunum og var að kynna
sér þær eftir iföngum, en andaðist sama ár.
Nokkrum árum síðar átti ég kost á því að kynna mér bygg-
ingu gufutúrbína, og eyddi ég heilu ári til þess náms við verk-
fræðingaskólann í K.aupmannahöfn. Fór síðan kynnisferð til
Ítalíu 1934, og sannfærðist þá algerlega um liina geysilegu
möguleika, senr liggja í virkjun jarðgufu til rafmagnsfram-
leiðslu og upphitunar.
En til allrar óhamingju gat ég ekki sannfært ]ón heitinn Þor-
láksson urn það, að flýta bæri rannsókn á möguleikum til gufu-
virkjunar í Innstadal. Og vel minnugur þeirrar baráttu, er
faðir minn hafði átt í vegna rafvirkjunnar á sínum tíma, þá
ákvað ég að láta þetta mál ekki niður falla umtalslaust. En upp
úr þessu sjrunnust langvarandi pólitískar deilur, eins og menn
kunna að muna. Til allrar hamingju eru nú þessar pólitísku
deilur lagðar á hilluna, og svo er nú kornið, að það er ekki
almennt talinn fáránlegur hugarburður, að hugsa sér að bora
eftir gufu og virkja hana til rafmagnsframleiðslu. Þvert á móti
er það nú viðurkennt af öllum helztu sérfræðingum, að slíkt
sé nrjög vel luigsanlegt. Og líklegt, að þess háttar virkjun verði
jafnvel helmingi ódýrari í stofnkostnaði, heldur en nokkur
önnur virkjun, sent til greina kemur.