Jörð - 01.12.1946, Side 146
304
JÖRÐ
gerð tesúpa, gerð úr kínverskum teteningum, mjólk, sméri,
salti og sóda.
Um miðdegisleytið fékk ég boð um það, að ríkisstjórinn
vildi veita mér viðtal. Mér var fylgt til lítillar stofu. Hún lá í
hálfrökkri og dýrindis silkivefnaður á veggjunum. Ríkisstjór-
inn, alvarlegur, vel rakaður maður um sjötugt, sat með kross-
lagða fætur á litlurn palli í geysi víðum og fellingaríkum klæð-
um. Svipur hans var markaður rósömu, ofurlítið þreytulegu yf-
irlæti manns, sem allt hafði séð og reynt, sem einhvers virði var,
og beið nú rólegur þess, er koma skyldi.
Ég hafði heyrt, að ríkisstjórinn væri mjög afturhaldssamur í
skoðunum, og það iitla, sem hann sagði, í svo lágum hljóðum,
að það heyrðist varla, styrkti þá trú. Viðtalið var mjög stutt.
Ég sneri aftur til leiksins og horfði á hann til kvölds.
LHASA er að rniklu leyti lokuð borg vestrænum mönnum.
Aðkomumenn eru yfirleitt ekki velkomnir, og örfáir fá að
koma þangað árlega. í Lhasa búa nálægt 60.000 Thibetmenn.
1000 Kínverjar, nokkur hundruð menn frá Nepal og Ladak —
mest kaupmenn —, en aðeins fjórir Evrópumenn. Og þeir eru
í brezku sendisveitinni. Þar eru engir Ameríkumenn. Alls hafa
tólf Ameríkumenn komið til Lhasa. Fimrn komu þangað í einu
fyrir tveim árum — áhöfn flugvélar, sem hraktist langt af leið
sinni frá Kína til Indlands. Thibetbúar voru ennþá að tala um
þennan merkisviðburð sín á milli, þegar ég kom til Lhasa. Með
blikandi rauðum og grænum vængjaljósum þrumaði fjögra-
hreyfla flugvélin, eitt vetrarkvöld, yfir Lhasa og skall niður á
bökkum Brahmaputra-fljótsins, margar mílur í burtu, eftir að
áhöfnin hafði kornizt úr henni í fallhlífum. Það er eina flug-
vélin, sem hefur flogið yfir „dvalarstað guðanna". Það má í-
mynda sér undrun fólksins. Jafnvel hinir bezt menntuðu Thi-
betbúar höfðu talið víst, að fjallahringurinn væri landi þeirra
nægileg vörn gegn utanaðkomandi áhrifum. Nú eru menn ekki
vissir um það lengur.
Landslagið og legan er bezta vörn Thibetbúa. Ef Thibet
lægi ek.ki svo að segja upp á Jraki Jarðarinnar og illmögulegt
að komast að því, hefði það aldrei getað varizt voldugum ná-