Jörð - 01.12.1946, Qupperneq 158
316
JÖRÐ
Það cr raunar minnkunn að segja frá því, að fyrsta uppkastið, sem ég gerði
að lögunum lá óhreyft hjá mér um 50 ár. Helzta málsbótin: breyttar ástæður;
ltafði bráðlega fyrir nokkuð þungu húsi að sjá; börnin 8 og konan heilsulítil.
Auk þess voru menn svo vinsamlegir að trúa mér fyrir ýmsum smástörfum út á
við, sem ég hef nú verið að smálosa mig við, en liafði þá t. d. verið í hrepps-
nefnd 46 ár, oddviti 35 ár, í sýslunefnd rúm 20, einnig á Búnaðarþingi, í stjórn
búnaðarambandsins o. s. frv. Alls staðar raunar liðléttingur, en fórnaði þó tals-
verðum tíma. — Lög þessi hef ég nú hreinskrifað; þarf þó að ganga miklu betur
frá þeim. Býst samt ekki við að klæða þau lislfengum búningi með röddunt; til
þess skortir mig fræðilega aðstöðu, heyrnin líka mjög léleg — er líka 78 ára
í dagl En ég muti reyna að sjá um að lögin glatist ekki. Mest unt vert að hafa
náð þeirn á pappír; nógir menn og góðir nú til, sem geta gert þeint fyllri skil.
Askell fékk þrjú eða fjögur lög hjá mér í fyrrasumar; sendi mér aftur þessi tvö,
sem birtast í JÖRÐ, raddsett. Þótti mér mjög vænt um og held, að röddunin
hafi tekizt mjög vel. Held líka, að Áskeli sé sérstaklega lagið að finna og meta
innra gildi tslenzku þjóðlaganna og þá ekki sízt sálmalaganna.-
Samræming framburðar
R. BJÖRN GUÐFINNSSON flutti í haust er leið ákafléga athyglisvert crindi
í hátíðasal Háskólans, fullskipuðum, um samræming framburðar á íslenzkri
tungu. Nokkru seinna futti hann sama erindið í Ríkisútvarpið. Aðalefni erind-
isins var að lýsa nokkrum helztu mállýzkuatriðum tungunnar, taka fram út-
breiðslu þeirra unt landið, söigu þeirra i málinu, álit fyrirlesarans á (feg-
urðarjgildi þcirra og erfiðleikunum á að kenna þau, hvert um sig. Niðurstaða
fyrirlesarans, að svo komnu, er, ajS rikið eigi að gera ráðstafanir til, að allir
barna- og unglingaskólakennarar landsins verði látnir sækja sex vikna nárns-
skeið, lil að nema sjálfir öll helztu mállýzkuatriðin og Jtað, hversu þau verði
kennd. Jafnframt, eða að fenginni nokkurri reynslu af þeim námsskeiðum,
verði gert úrval úr mállýzkuatriðunum með það fyrir auga að samræma fram-
burð allra landsmanna um þau þeirra, er fegurst og framtíðarvænlegust þykja.
— JÖRÐ virðist þetta hið merkilegasta mál og hcitir, að sínu leyti, á alla þjóð-
rækna menn, sent fegurð unna, að láta sig þetta mál skipta og líða það ekki,
að það verði kæft í deyfð og öðrum aumingjaskap.
Jörgen Bukdahl
heitir danskur bókmcnntafræðingur, er varð fimmtugur rétt fyrir áramótin og
þykir með afbrigðum eftirtektarverður. Margir heíztu menn Norðurlanda geng-
ust fyrir afmælisgjöf til hans.