Ljós og skuggar - 01.01.1903, Page 4

Ljós og skuggar - 01.01.1903, Page 4
4 var hreint og í beztu röð og reglu. Karen hafði breitt hvítan dúk á borðið og sett þar glas með fögrum fjólum, sem spruttu á enginu bak við húsið. „Seztu í hægindastólinn, Jóhann, og ef þú horfir út um gluggann, þá geturðu sjeð brautarstöðvarnar einnig hjeðan.“ Jóhann litli studdi hönd undir kinn, hann var þreytulegur og angurvær á svipinn. „Jóhann minn, er þjer íllt?“ spurði systir hans áhyggjufull, „þú mátt ekki láta liggja ílla á þjer.“ „Hvernig get jeg annað?“ sagði Jóhann, og stór tár hrundu niður kinnar hans. „Hvernig get eg annað? Það er ekkert skemtilegt að setja dag eptir dag á sama stað, og mega ekki hreyfa sig og hlaupa um, eins og önnur börn, og geta aldrei komið að neinu gagni í heiminum." „Vertu ekki að hugsa um þetta, Jóhann minn; mamma kemur nú bráðum heim, og þú mátt ekki láta hana sjá að það liggi ílla á þjer; hún hefur nóg að bera samt.“ „Já. en Karen mín, hvernig á jeg að geta verið glaður? Því má jeg ekki vera einsog önnur börn, heldur vera aumingja krypplingur, sem aldrei get hjálpað mömmu minni neitt, en er henni einungis til þyngsla?“. „Jeg veit það ekki. Það er undarlegt, og víst er það þungt fyrir þig, en það er þýðingarlaust að kvarta. Þú veist, að. . . .“ „Nei, sjáðu Karen,“ sagði Jóhann allt í einu glaðlega, „það er vagn þarna á veginum, og kona

x

Ljós og skuggar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.