Ljós og skuggar


Ljós og skuggar - 01.01.1903, Qupperneq 19

Ljós og skuggar - 01.01.1903, Qupperneq 19
19 minn og guð. Frelsaðu hann Stein, frelsaðu hann, livað sem það kostar\“ Henni fanst eins oghún heyra svarað: „Óttastu ekki — jeg er með þjer.“ í sama bili heyrði hún að eimlestin nam staðar við stöðvarnar. „Nú skulum viðKkoma, Karen,“ sagði hún „nú er Jóhann litli búinn að fá að sjá lestina, sem hann hefur svo gaman af að sjá. Það drógst þó stundar- korn fyrir þeim að komast á stað, unga-hænan hafði týnt einum unganum og Karen var að elta hann. Fegar þær komu á stöðvarnar, var óvenjulega mikill ys þar. Fólkið stóð hjer og hvar i smáhóp- um og ræddist við. Hildur og Karen gáfu því engan gaum, heldur hjeldu leiðar sinnar að smiðjunni. En þar var einnig rnargt manna. „Hvað hefur komið fyrir?" spurði Hildur angistarfull og flýtti sjer eins og hún gat. Steinn gekk fram og aptur úti fyrir smiðjunni. „Hvar er Jóhann litli?" spurði Hildur. Prestur- inn kom í sömu svipan út úr smiðjunni, hann gekk til Hildar, þegar hann kom auga á hana. „Guðs hugsanir eru ekki vorar hugsanir reiðið yður á kærleika hans Hildur, jafnvel þegar leiðin \ liggur um hafrót sorganna." Steinn huldi andlitið í höndum sjer og grjet sáran. „Hefur nokkurtslys komið fyrir"Jóhann litia?* spurði Hildur frá sjer numinn af angist.

x

Ljós og skuggar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.