Ljós og skuggar - 01.01.1903, Side 21
21
hafði komizt að brautinni, og hvernig honum hafði
tekizt að koma föður sínum af brautateinunum,
það hafði enginn hugmynd um.
Steinn var algjörlega yfirbugaður af örvæntingu
og sorg. Kona hans var lengi hræddað umhannmundi
fyrir fara sjer. Hennar eigin sorg var ósegjanlega
sár, en þegar allra mesti sviðinn var kominn úr
sárinu, og hún gat farið að hugsa rólegar um þetta,
þá varð sorg hennar gleði biandin. Hún minntist
þess, hversu opt hið sjúka barn hafði beðið þess að
fá að losna við hinn hrörlega líkama sinn og koma«t
í dýrðina hjá guði, og nú vissi hún að honum leið
svo vel, en betra en allt annað var þó það, að
drottinn sjálfur fjekk að tala til hennar huggandi og
og hughreystandi í orði sínu. Steinn gat hvorki
unnið nje sofið fyrstu vikuna eptir að þetta vildi
til, en þá fór andi guðs að hafa áhrif á hann. Hann
varð gagntekinn af ógurlegri angist vegna synda
sinna- Sjera Villmann og kona hans heimsóktu
hann opt um þetta leyti, og þau urðu verkfæri í
hendi guðs til þess að leiða hann hann að krossi
Jesú Krists.
Jesús, „rjettiátur fyrir rangláta," þau orð leystu
hann úr synda viðjunum. Hann vissi að syndir
hans voru „rauðar sem blóð, “ en loksins öðlaðist
hann frið í þeirri trú, að blóð Jesú Krists hreinsar
af allri synd. Og konan hans sá og reyndi að guð
hafði heyrt bænir hennar, en frelsun mannsins hennar
vai' keypt dýru verði.