Ljós og skuggar - 01.01.1903, Qupperneq 25
25
lega að halla undan fæti, hugsaði hún. Þau urðu
samt. nógu löng 7 seinustu árin. Jón fór í skóla,
hann var jafnan ofariega í sínum bekk. „Það þarf
ekki að lesa svo mjög mikið til þess,“ sagði hann,
„þeir eru ekki svo afar lærðir sumir.“ Og hann
las heldur ekki sjerlega mikið, og seinast hætti
hann alveg að lesa, og mörg voru tárin, sem hún
móðir hans hafði fellt yflr því. Loks kvaddi hún
hann einn dag á bryggjunni, hann ætlaði til Ameriku
að leita gæfunnar þar. Hún stundi þungan, og brá
erminni að augum sjer, víst til þess að þerra nokk-
ur tár, sem komu fram í augun.
Og þá var nú Helga orðin eina barnið hennar,,
hún frjetti látið hans Jóns ári eptir að hann fór.
Já, hún var falleg hún Helga, það hlutu aliir
að kannast við, og engu síður var hún skemmtileg
og kát, en „jeg vildi jeg væri kyr á Brekku enn
þá,“ hugsaði hún móðir hennar með sjer, þegar
Helga stóð tímum saman frammi fyrir speglinum,
og var að „punta" sig.
„Góðan daginn."
Hún hrökk við. „Góðan dag.“
„Jeg er með reikning til yðar.“
„Hvað er hann hár?“
„15 kr. 75 au.“
Hún tók við blaðinu, sem pilturinn rjetti henni.
i Hún setti upp gleraugun sín, og fór yflr reikning-
inn: Siiki sólhlíf, „ball“-skór, hvítir „hanskar,"
„hárklemmur," „cigarettur" o. s. frv. — Hún rjetti
piltinuro peikninginn. „Jeg get ekki borgað hann