Ljós og skuggar - 01.01.1903, Síða 32
32
sjer um mig piparsveinninn sá arna. Ó jeg gæti
drepið hann!“
Á leiðinni heim sagði hún ínu frá þessu.
„Hann er ekki „óforskammaður* nema dálítið,
svona lætur þetta fólk. Hann er líka sagður hálf-
vitlaus karluglan. Hann vill ekki leyfa neinum að
iypta sjer upp, heldur vill hann víst að hver mygli
i sínu horni eins og hann sjálfur."
IV.
Á laugardaginn var hellirigning. Helga var
önnum kafin allan daginn við að búa sig fyrir kvöld-
ið. Hún beið þess með óþreyju að dagurinn liði,
og hún varð fegin í hvert sinn er stundaklukkan í
dómkirkjuturninum sló. Móðir hennar kepptist við
störf sín, gólf-þvotta og ýmislegt, Helga veitti því
enga eptirtekt, að hún var miklu veiklulegri enn
hún hafði lengi verið.
Sjálf var hún með hugann í danssalnum.
Loksins kom kvöldið. Klukkan 8 átti dans-
leikurinn að byrja. Helga var búin að klæða sig.
Hvíti kjóllinn fór henni vel. Ekki var hægt að setja
út á fráganginn á hárinu hjá henni frú B., og nógu
voru ermarnar víðar, hún hefði nærri því getað haft
þær fyrir vængi, jæja það kom sjer nú vel! Hún
leit i spegilinn, já, svona var það nú ágætt. Hún
bar hvítt blóm í hárinu. Hún var falleg og hún