Ljós og skuggar - 01.01.1903, Page 33

Ljós og skuggar - 01.01.1903, Page 33
33 vissi vel af því. Nú var barið að dyrum, það var Árni, sem kominn var að sækja hana. „Jeg verð að kveðja mömmu fyrst. “ „Hún er upp í svefnherberginu, “ sagði Stein- unn vikastúlka. Helga hljóp upp. Móðir hennar var háttuð, hún tók ekki eptir því þegar Helga kom inn í her- bergið. Hún lá með aptur augun og hendurnar krosslagðar yfir bók, sem lá á rúminu. Það var nýja testamentið. En hvað hún var fölleit og þreytuleg. Helgu varð hálf hverft við, hún hjelt að móðir sín svæfi, og vildi ekki vekja hana. „Ert það þú Helgamín?" sagði móðir ffennar þá í veikum róm, „jeg fór nú að hátta, jég er fjarska lasin, svo jeg varð fegin að geta farið snemma í rúmið. IJú ert að fara góða mín! Hvers vegna varztu ekki heldur á peisufötunum þínum, barn, þú ert þó aldrei nema íslenzk, og ættir ekki að fyrir- verða þig fyrir þjóðbúninginn þinn?“ „Hver heldurðu að geti dansað á peisufötum, þau eru æfinlega klunnaleg, en út yfir tekur að sjá þau í danssölum. En jeg verð að flýta mjer, það er beðið eptir mjer“. „Eða hárið á þjer barn, skelfing er að sjá þotta, það er rjett eins og þú hefðir ekki greitt þjor í heilt ár, og hvað eiga þessar hornhagldir að þýða í öll- um hársrótunum? Jæja, mikill er hjegóminn. Yertu sæl Ilelga mín, koindu ekki mjög seint 3

x

Ljós og skuggar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.