Ljós og skuggar - 01.01.1903, Blaðsíða 35

Ljós og skuggar - 01.01.1903, Blaðsíða 35
35 vel; það var hreinasti óþarfi fyrir ungu piltana að láta henni það í Ijósi. Veitingarnar voru ágætar, nóg var af víni og gómsætum aldinum, og þeir, sem vildu, þurftu ekki annað enn að bregða sjer í hliðar- herbergi eitt lítið, þar sem voru á boðstólum beztu vindlar og vindlingar bæði fyrir „dömur“ og „herra*. Það spillir engu þó kvennfólkið kunni að reykja. Nútíðin heimtar jafnrétti í öllu, þó að framkvæmd- in komist ekki lengra enn að púnskollunni og vindla- kassanum! Loftið var þrungið af vínþef og tóbaksreyk, og og þarna hamaðist unga fólkið að dansa, rjett eins það væri að tefla um lífið. Klukkan var orðin nærri því 2, þegar Helga ljet það í ljósi við einhvern að nú ætlaði hún heim. Það var ekki tekið mjög vel í það, og hún varð því fljótt afhuga. Hún var alveg búin að gleyma fölleita 'andlitinu heima á koddanum, og köldu, mögru hendinni, sem hafði klappað á vangann á henni áður en hún fór. Vín og tóbak sljógfar til- finningarnar og deyfir minnið. „Fröken Helga, það er stúlka úti, sem vill taia við yður.“ „Mig! hver er það?“ „Jeg veit ekki, hún sagði sjer lægi á, en þjer „dansið út“ fyrst, óhætt er það.“ „Hvað, ert það þú Steinun" sagði Helga þegar hún kom fram í dyrnar eptir dálitla stund. „Já, jeg á að biðja yður að koma fljótt heim,

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.