Ljós og skuggar - 01.01.1903, Page 40

Ljós og skuggar - 01.01.1903, Page 40
40 það er nú líklega satt, og hver veit eiginlega um það hvort no'kkur guð er til, og svo þetta, sem menn eru að þvaðra um himnaríki og helvíti, hver ætli geti sagt nokkuð um það fyrir víst? Og hann hlýddi á ræður „vinanna," og lærði að þekkja líflð, — nei, ekki líflð, þvi líflð, hið sanna líf, er gleði og friður í guði, en hann yfirgaf guð. 4. Þáttur. En þegar allt er kyrt og hljótt, finnst honum stundum hjartað kveinka sjer, það er ormurinn, sem aldrei deyi-, er þá gjörir vart við sig og nagar hjartarót hans. Burt, burt með hann, það er hjátrú, eintómar kerlingarbækur og vitleysa! Njóttu lífsins, kæfðu niður þessa óþægilegu rödd. En heima er beðið án afláts. Foreldrarnir eru glöð og gæfusöm. Átti hann ekki einnig gæfu og gleði? 5. íáttur. Landfarsótt geysar. Dauðinn hlifir hvorki ungum nje göralum. Dauðinn! Já, „vin- irnir“ höfðu aldrei miunst á að hann væri til, og nú var hann kominn! Hann er lagður á sjúkrahús. „Vatn, vatn!“ Heyrir nokkur til hans? Jú, það kemur hjúkrunarkona með vatn handa honum. Hann lítur upp; hún er blíðieg og alvarleg á svip. Hann heyrir spurninguna: „kæri vinur, átt þú heimili á himnum?" Þau horfast í augu stundarkorn, hvorugt mælir orð; þá bregður angistarsvip yfir andlit unga mannsins, óútmálanleg skelfing grípur hann, voða- legur ótti, og svo hrópar hann: „Jeg hef — — — ainu sinni------átt — — það! Ó, mig auman, auman!" „Jesús Kristur, guðs lambið, sem barst heims- ins synd, miskunnaðu þig yfirhann". Bað hjúkr- unarkonan. Svo varð þögn, ungi maðurinn ókunni var andaður.

x

Ljós og skuggar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.