Syrpa - 01.09.1913, Side 3
/Sla^O-í
0*
<?
SYRPA.
FRUMSAMDAR, ÞÝDDAR OG ENDURPRENT-
AÐAR SÖGUR OG ÆFINTÝR
OG ANNAÐ TIL SKLMTUNAR OG FRÓÐLEIKS.
II. Arg'. 1913. 1. Hefti
HULDU HÖFÐI.
Vi'8 sátum umhverfis glóandi ofn-
inn í einu herberginu í Krasnapal-
sky-hótelinu í Amstcrdam. Þungbrýn
kveldmóöan færöist yfir sýki og sund
og huldi vagna og vegfarendur, sem
á götunni voru, sjónum okkar, þó aö
gluggablæjurnar heföu enn ekki ver-
iö dregnar niður. Við, sem sátum
þarna, vorum verzlunar-feröalangar
frá fimm þjóðlöndum að minsta kosti.
Tjlviljun ein haföi ráðið, aö fundum
okkar bar þarna saman. Viö vorum
nýstaönir upp frá ágætum miðdegis-
verði og höföum lokið störfum okk-
ar í kauphöllinni og vöruhúsunum.
‘‘Vel hefir matsveinninn gert í
kvöld,” sagöi Constantín; hann var
rússneskur gimsteinasali. “En fyrir
skömmu var eg aö miðddegisverði,
sem eg er viss um aö eg man lengur
íftir en matgerðarlistinni hans Jans,
vinar okkar hérna á hótelinu.”
Viö vissum, að Constantin var ný-
kominn frá Rússlandi. Eg sat næst-
ur honum og varð því fyrir svörum.
“Það hefir annað hvort verið í sjóð-
heitum vagni á Siberíubrautinni, eða
i skilnaðarsamsæti í Moskva. Hvort
var það ?” sagði eg.
Constantin hristi höfuðið.
“Á hvorugum staðnum,” sagði
hann. “Eg var nýfarinn að heiman
frá foreldrum minum. í>au eiga
heirna í Austur-Síberíu. Um þetta
leyti í siðustu viku var eg kominn
nokkur hundruð milur áeliðis vestur
á bóginn. Eg fór eins hart og sleðar
gátu hraðast flutt mig til Irkutsk.
Þar ætlaði eg, ef mögulegt væri, að
ná í ákveöna járnbrautarlest. Þetta
kvöld var eg sérstaklega glaður i
huga og hróðugur, þó að kalt væri,
yfir því, að vita, að nú var eg kominn
fram hjá síðasta áfangastað sleðanna