Syrpa - 01.09.1913, Page 5
HULDU
HÖFÐI
3
vörublænum í málrómnum, aö honum
liaföi or'ðið talsvert um.
“Þetta brauö, þessi drykkur og
lampi eru sett í gluggann á hverju
kvöldi og eru ætluð þeim, sem verða
aö fara huldu höföi.” Þaö var eins
og steini væri létt af hjarta allra
þeirra er viö voru, þegar harin lauk
viö setninguna. Vi'ö fórum aftur aö
syngja þjóösöngva og segja sögur.
Eg skildi ekki svariö til hlítar og
nota'ði því fyrsta tækfæriö sem gafst
eftir aö athygli hinna var dregin frá
þessu, til aö spyrja þann, sem næst
mér sat, hverjir þaö væru, sem yröu
aö fara huldu höföi.”
Það var afmælisbarnið, sem eg
spurði. Hún studdi fingrunum á var-
irnar og hvíslaði í eyrað á mér: “Það
eru þeir, sem strjúka úr ánauð og
reyna að komast undan á flótta.”
“Eg hafði gleymt því, að Zitma er
eitt af fyrstu þorpunum á leiðinni til
Norðurálfunnar frá Niertchinsk, þar
sem útlagarnir vinna í Karanámun-
um. Eg liafði einnig gleymt því, þó
að eg hefði oft heyrt þess getið, að
þegar ánauðarokið yrði föngum ó-
bærilegt, þó að líf og limir væru í
veði, ef varðmennina sifjaði um of,
sem sjaldan skeði, þá gripu þeir
tækifærið og leituðu á náðir skógar-
ins i kring. Auðvitað kjósa þeir helzt
að flýja á sumrin eða vorin. En
fangar, sem brotizt hafa út úr dyfl-
issum, eiga sjaldan úr mörgu að
velja. Þcir verða aö nota tækifærið
til að komast út, þegar það gefst, þó
að um hávetur sé og þó að þeir eigi
á hættu að missa lífið í stórhríðum
eða fyrir gráðugum úlfakjöftum.
“Þeir sem hepnir eru með veðrið,
cn verða þó að fara huldu höfði,
feröast einsamlir í næturmyrkrinu.
Þeir vita, að hér og þar eru ljós í
gluggum og að þau eru þögul merki
um, að þar er þeim óhætt að gera
vart við sig. Ef þeir berja á glugg-
ann, þá er hann opnaður. Það er
guðlegt liknarverk að liðsinna þeim,
sem verða að líða ranglátan dóm og
leggja líf og blóð í sölurnar fyrir ætt-
jörðina.
“En gefandinn vill helzt ekki sjá
flóttamanninn eða tala við hann, til
þess að þurfa ekki að standa reikn-
ingsskap gjörða sinna ef sporhundar
stjórnarinnar koma og krefjast upp-
lýsinga.”
En rétt í því að stúlkan var að
cnda við að segja mér þessa undar-
legu sögu, þá heyrðist létt — undur
létt bögg á snjóþöktum glugganum.
Ótli og skelfing gagntók þá, sem
inni voru. Allir störðu út í glugg-
ann og biðu þess kvíðafullir, sem
koma mundi. Húsbóndinn stóð upp,
þungur á svip, og opnaði gluggann
til hálfs, svo ísköld vindstroka fylti
stofuna. Svo gekk hann aftur að
sæti sínu, en settist ekki niður og
sneri sér frá glugganum.
Utan úr myrkrinu hcyrðist mæðu-
leg þunglyndisrödd. Það var eins og
snjókornin, sem þyrluðust inn á litla
borðið, bæru liljóðið á bakinu.
“Hér sé guð.”
“Guð blessi þig,” sögðum við öll.
“Við bjuggumst við þér, bróðir;
maturinn þinn er þarna tilbúinn á
borðinu,” sagði húsbóndinn.
“Guð launi ykkur fyrir það.”
Röddin var hás.
Við heyrðum þrusk í snjónum.
' Snjónum, sem hafði safnast fyrir í
gluggakistuna, var sópaö í burtu og
helstirð liönd, blá og bólgin af k'ulda,
með brotinn járnhring um úlfliðinn.