Syrpa - 01.09.1913, Page 9
ÓEStllR f RIFÍ
1
vænti þess að hann tæki nieö þökkum
sitt fátækléga húsaskjól og fæöi.
Gesturinn svaraöi honum á jafn-
góöri latinu. Kvaö sér gleöi aS
hitta slíkan mann á þessum nyrztu
stöövum og hann myndi ætíö minnast
hans hlýlegu móttöku.
Skipstjóri tók nú þátt í talinu og
kvaöst skykli senda meö farangur Sir
Daves til Ingjaldshóls síðari hluta
dags, og þá gæti hanh orðið sam-
ferða, ef honum þóknaðist það. En
séra Jón, sem var svo barnglaður
yfir herfangi sínu, vildi ekki eiga á
hættu að missa það, og bauð því
gestinum að verða sér samferða þeg-
ar í stað. Slíkri kurteisi vildi gest-
urinn ekki neita, og þeir lögðu þegar
af stað til Ingjaldshóls.
Eftir því sem lengra kom upp í
landið, blasti við þeint hinn voldugi
Snæfellsjökitll. Frá þeirri hlið er
hann samt ekki eins fagur að iíta,
eins og annars staðar frá. Sir Dave
varð hugfanginn af þessari stórkost-
legu útsýn, og vakti máls á þvi. En
séra Jón var orðinn landslaginu svo
vanur, að líonum fanst ekkert til um
það, og hann bar í brj ósti svo rót-
gróna fyrirlitning fyrir öllu um-
hverfis sig, að það leit út fyrir að
hann skildi alls ekki tilfinningar Sir
Daves.
Loks komu þeir að Ingjaldshóli.
Séra Jón benti honum með hálf fyr-
irlitlegu brosi á, aö þetta væri bústað-
urinn sinn, og bað hann að sýna það
lítillæti að ganga inn.
Að lítilli stundu liðinni var gestur-
inn sestur á fátæklega bekkinn í bað-
stofunni; prestur bað hann velvirð-
ingar á því, að hann yrði að ganga i
burtu til aö útvega þeim eitthvað til
hressingar En er’ndið var að finna
Þorbjörn.
I’ot'lijöni gamli var heimilismaður
séra Jóns. Það var hann, sem fyrstur
þekti enska skipið daginn áður, og
kr.staði kaldyrðunum urn útlend-
ingana. Hann var af gamalli heiðar-
Iegri ætt; á fyrri árum hafði hann
oít veriö í förum með erlendum þjóð-
um, sem þá var fátítt uni íslendinga.
begar árin færðust yfir hann, settist
hann um kyrt. Og þegar séra Jón
varð prestur í Ingjaldshóls- og Fróð-
ársóknum, og gat lítið gjört sig skilj-
anlegan á íslenzku máli, þá tók Þor-
björn að sér að vera túlkur og milli-
göngumaður prests og safnaðar,
þrátt fyrir sitt útlendingahatur.
Fyrst réðst hann að eins litinn tíma
á prestssetrið. En hann fór þaðan
aldrei. Þrátt fyrir óKkt lunderni og
mentun, og gagnstæð áhugamál, gátu
þeir séra Jón og Þorbjörn ekki skilið.
Nú var Þorbjörn ráðsmaður hans og
stýrði öllu því veraldlega, er prests-
embættinu við kom. — Þeim fanst
löngu vetrarkvöldin líða fljótt. Þor-
björn sagði presti af ferðum sínum
og öllu því merkilegasta, er hann
hafði þar séð. Prestur fræddi Þor-
björn aftur um ýmislegt, er hann
hafði af bókum lært, og sagði honum
til við latínunám, svo Þorbjörn gat
haft gagn af léttum ritverkum lat-
neskum. Þorbjörn var maður fá-
skiftinn og fárra kunningi. Ætt-
ingja átti hann enga. Oft var hann
einn á gangi og sást sitjandi út við
sjó starandi út á hafið. Hann talaði
fátt, en oftast lenti orðum hans þar,
aö útmála, hver hnignun væri í kyn-
slóðinni núlifandi. Það þótti nú
ekki rétt hugsað og bakaði honum
mótmæli. En þó hann væri ekki vin-