Syrpa - 01.09.1913, Page 14

Syrpa - 01.09.1913, Page 14
u SYRPÁ og góðvildar, er eg naut hjá yður. Gamli félagi ySar, Þorbjörn, hefir slegist i för meS mér. MeS guSs hjálp vona eg viS kornum til ySar í haust, ef alt fer aS óskum, og þá vona eg aS viS höfum ýmislegt aS segja frá, er gleSur ySur. Ef svo skyldi fara, aS viS komum ekki aftur, þá takiS gullpeninga þá, er eg læt i meSfylgjandi pyngju, og verjiS þeim á þann hátt er ySur sýnist heillavæn- Iegastur. ÞaS er borgun á skuld þeirri, er eg er skyldur aS inna af hendi til ySar og íslands. C. C.” Séra Jón las þetta bréf aftur og aftur og sneri þvi milli handa sér, og alt af varS honum þaS meiri og meiri ráSgáta. Hvers vegna skrifaSi Sir Dave siSara nafn sitt meS einu C-i ? . — Hér átti hann gátu aS ráSa, er hann gat ekki leyst. Og sú eina upp- lýsing, sem hann fékk hjá Rifsbúum, var sú, aS meS flóSinu hefSu skip- verjar undiS upp segl og látiS í haf og stefnt beint í vesturátt. í vestur var siglt í sjö dægur; hafiS var úfiS og úlfgrátt, úthafs- bylgjurnar lömdu gnoSina og freyddu um borSin. Þá kölluSu skip- verjar, aS nú sæist land. Þorbjörn hneigSi sig til samþykkis og bauS skipstjóra aS stýra nú í suSvestur, því þangaS væri aS leita landsins, sem ferSin væri til gjör. Skipstjóri nöldraSi í hljóSi um aS þaS væri óSs manns æSi aS sigla svona stefnulaust dag eftir dag. En Sir Dave bauS honum aS hlýSa gamla manninum. Svo sigldu þeir enn sjö daga og ekk- ert land sást. Sir Dave leit áhyggju- fullur til Þorbjarnar, en hann hneigSi sig og þagSi, og sagSi fyrir stjórn- inni meS sömu ró eins og hann væri aS stýra um kunnar slóöir. Enn leiS eitt dægur og annaS til, en þá var þrotin þolinmæSi skipverja. Þeir sögSu fullum stöfum, aS þeir vildu ekki lengur voga lífi sínu meö því aö sigla svona í ókunn höf. Skipstjóri reyndi aö sefa skipverja, en þaS var aS eins til málamynda. Loks tókst Sir Dave aS koma þeirri sátt á, aS þeir skyldu halda sömu stefnu eitt dægur enn. En sæist þá ekki land, skyldi veröa snúiS á heimleiS. — HiS örlaga-þrungna dægur var nú aS kvöldi komiS. Þorbjörn og Sir Dave stóSu saman fram á skipinu og störöu fram undan á hafiS. Þaö haföi veriS svarta þoka. Nú rofnaSi þokan og sól skein í heiSi. Og fyrir stafni sást land meS heiöbláum fjöll- um og háreistum skógum. “Séröu þaö?” hrópaöi Þorbjörn brosandi. “Þarna liggur þaö og brosir viö okkur eins og Leifi forö- um. Eg, afspringur Leifs, stíg þar nú bráSum á land og helga mér arfleifö mína, sem allan þennan tíma hefir legiS ónotuö.” “Eg sé þaS,” sagSi Sir Dave klökkur. “Eg heilsa þér nú draum- landiö mitt, sem aldrei hefir úr hug mér horfiS og eg hefi alt af leit- aö aS í sömu áttinni, þar sem sólin hnígur í svalkalt djúpiS.” “Þitt land! TakmarkiS þitt!” hrópaSi Þorbjörn. “HvaS þýöir þetta ?” “A8 hjá mér hefir vakaö santa hugsunin og hjá þér,” sagöi Sir Dave rólega. “HvaS annaS gat kom- iö ntér til aS heimsækja ykkar köldu, eySilegu eyju? Eg haföi heyrt, aö íslendingar hefSu fyrir Iöngu fund- iö þetta land, sem eg leitaöi aö, og

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.