Syrpa - 01.09.1913, Side 26

Syrpa - 01.09.1913, Side 26
24 SYRPÁ aS afsaka fyrir henni í mesta ofboSi híbýlin. Kristín brosti. “Eg kom yfir um t'.l -þess aS vita hvort þú gætir ekki gjört svo vel og léS mér blek,” sagöi hún, og hiS ynd- islega andlit hennar bar engin merki áhyggju þeirrar og kvíða, sem henni var innan brjósts.' “Líttu á, eg þarf aS skrifa bréf með póstinum, en hefi verið of löt til þess að taka dót mitt fipp úr ferða-kistunni.” Hún hafði ekki tekiö af sér hatt- inn. En hvað hann var fallegur — í auguni Dolly — með róslitaða vængi, og fór svo prýðilega vel við svarta hárið, sem hann sat á. “Við höfum nóg blek,” sagði Dolly mjög kurteisislega, og var þvingun i að koma upp orði; hún var svo hás. “Eg skal ná því fyrir yður. Við þurfum ekki að halda 'niikið á bleki. Lúcía skrifar sjaldan, en eg aldrei.” Hún kom aftur með þunga glerbyttu i hendinni; fann aðkomna konan þá, er hún rétti henni byttuna, að hún skalf eins og hrisla. “Þú hefir undur slæmt kvef,” sagði Kristín, “og eldurinn er dauður. Eg vildi” — hún staldraði við í dyrun- um—, “eg vildi þú vildir koma og þiggja heitan tevatns-sopa hjá mér. Eldurinn logar vel hjá mér og eg kom með stóra heima-bakaða köku. “Viltu nú ekki gjöra svo vel að hjálpa mér til að koma henni í lóg, hún er svo stór og mér leiðist að sitja einsömul við borðið. Komdu, barnið mitt bezta! Gjörðu það fyrir mig!” Dolly lét augun hvarfla um þessa ljótu og leiðinlegu stofu-kytru og hikaði vitund. “Eg imynda mér, að Lúcíu sé sama þó eg gjöri það,” mælti hún og dró orðin við sig. “Eg hafði ætlað mér að bíða eftir henni, en það verður langt þangað til hún kemur.” “Komdu þá með mér.” Kristín tók í hendina á Dolly og leiddi hana þvert yfir gangrúmið inn í herbergi sín. Sumum er það inn gefið, að skapa sér þægindi hvar sem er, og Kristín var ein af þeim. Glaður eldur logaði á arninum hjá henni. Yfir borðið var breiddur yndisfallegur dúkur með kögri og rósabekk í kring, og mundi naumast hafa sómað sér þar nógu vel jafnvel viðhafnar te-áhöld- in hennar Mrs. Pride, en á miðju borðinu var stór jólabrauðskaka, sem eins og beiddist þess, að sín yrði neytt. Dolly kraup niður við arin-eldinn og rétti fram skjálfandi hendurnar yfir ylinn. Hún var mögur, að Kristínu fanst, og var náttúrlega lík manninum, sem hún sjálf unni mest; henni duldist það heldur ekki, að Dolly var að verða hættulega veik. Kristín hitaði te-ið og setti Dolly við þá hlið borðs- ins, sem vissi að arninum, og skar henni sneið af yndislegu kökunni heimabökuðu, en Dolly sat siðprúð og athugul með dreymandi ánægju-svip yfir öllu þessu, eins sáraum og hún var. Hinn innilegi hlýleikur, sem streymdi út frá Kristínu, virtist deyfa broddinn á stingnum, sem stóð í gegn um brjóstið á henni. Dolly var ekki vitund svöng, en hún muldi dá- lítinn mola af köku-sneiðinni og lét upp í sig, og horfði framan í Krist- ínu. “Þetta er alveg öldungis eins gott, eins og það, sem búið var til heima,”

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.