Syrpa - 01.09.1913, Síða 27

Syrpa - 01.09.1913, Síða 27
kONAN ÓKUNNA 25 sagSi liítn í angurblíöum rómi. ‘ Hreint alveg eins á bragðið.” Ht'm fór alt í einu aö gráta; hún grét svo sáran, aö grátstafir komu í kverkar Kristínu og tárin komu út í augu hennar. Dolly fyrirvaröi sig og var rá'ðalaus með að dylja ekkann, sem hún hafði fengið. Kristín hugs- aði til Lúcíu með beiskju. Hún strauk liárið á niðurlúta höfðinu á Dolly, dró hana að sér og fór með hana yfir á fjaðra-sófann. “Hér er bezt að þú lúrir dálitla stúnd, ástin mín. Þú þarft ekki að blygðast þin. Eg hefi líka grátið ijálf, þegar mér hefir liðið illa.” Hún laut ofan yfir Dolly og sveip- aði hana með óumræðilegri ná- kvænmi hlýjum og voðfeldum ullar- ábreiöum, sem hún hafði tekið með sér til ferðarinnar. Dolly sofnaði óðar, en fekk ekki notið værðarinnar. Henni var órótt í svefninum. Kristín setti hurðina í hálfa gátt, til þess að geta séð til Lúcíu, þegar hún kæmi. Litlu síðar kom Lúcía. Kristín heyrði að hún gekk inn í herbergið á móti, en er hún fann, að enginn var þar fyrir, kom hún út aftur og var gengin fram að neðstu stigatröpp- unni, þegar Kristín náði til að stöðva hana. Henni féll allur ketill í eld; hún var ekki lengur reið við Lúcíu; hún sá hve gagntekin hún var af kulda og hugarangri. “Systir yðar er inni hjá mér,” sagði hún með mestu hægð. “Eg bið yður að afsaka, að eg bað hana að súpa ofurlitinn tesopa með mér. Lítið þér á, eldurinn dó í ofninum ykkar, og það er nístandi kuldi og barnið er ekki hcilbrigt, að eg held.” Það kont þóttasvipur á Lúcíu í fyrstu, er hún nam staðar, en við síð- ustu orðin, sem Kristin talaði, hvarf hann. Hún horfði inn í þessar dimmu og þægindalausu herbergis- kytrur sínar, þar næst leit hún á blíðu-bjarmann frá arninum í her- berjunum á móti, og sá hve alt var notalegt þar. “Þér voruð undur góð að athuga þetta,” sagði hún og var ekki laust við, að hún findi dálítið til sín um leiö og hún sagði þetta. “Eldurinn virðist alt af í kalda-koli hjá Mrs. Pride. Systir mín hefir orðið ofur- litið kvefuð.” Varirnar á Kristínu þrístust sam- an; en það var eitthvað, sem duldist í þckkingarleysi, æsku og yndisþokka Lúcíu, er sló vopnin úr höndum Kristinar. “Viljið þér ekki gjöra svo vel og koma inn til hennar?” lagði hún til og var dálítið fljótfærnisleg. “Hún sefur.” Lúcia liikaði við, en fór samt á eftir Kristínu inn i hið yndislega herbergi. Hún varð alt í einu dauð- lúin og döpur í bragði. “Ó, livað hér er hlýtt og indælt inni!” sagði hún ósjálfrátt og lækkaði málróniinn, er henni varð litið á Dolly; “en hvað þér voruð góð, að bjóða henni hingað!” “Gjörið þér það nú fyrir mig líka, að þiggja tevatns-sopa,” sagði Krist- ín í biðjandi róm. Það var langt frá því, að Lúcia væri eins eftirgefanleg og Dolly. “Eg kom með köku með mér, og eg þarf að fá einhvern til að hjálpa mér að konta henni í lóg. Tak- ið þér af yður yfirhöfnina. Yður hlýnar þá betur.” Lúcía, sem yfirkomin var af lúa, lét undan og þáði heitt ný-tilbúið te

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.