Syrpa - 01.09.1913, Side 29

Syrpa - 01.09.1913, Side 29
ttöNÁN ÓKlMNA 27 Kristín kom á móti henni, IiiS fríöa og fölleita andlit hennar ljóm- aði af hluttöku. “Má eg sjá hana?” “Ó, gjöriö svo vel!” “Hún þarf aS komast inn til mín vegna þess aö þar er hlýtt.” Kristín tók nú viö stjórninni. “Eg get boriö hana, aö eg held. Hún er ekki mjög þung.” Lúcia kom nú með sín hinstu and- mæli. Kristin tók snögglega í axlir henn- ar og horföi beint framan í hiö þráa- fulla og indæla andlit. “Heyröu, barniö mitt bezta. Vilt þú aö systir þin deyi? Þú mátt ekki halda aö eg gjöri þetta vegna þess eg vilji vera vond viö þig, en þú ert svo steinblind, aö þú sér ekki ástandiö sem systir þín er í, og þess vegna verö eg aö beita valdi. Þú ætlar aö stofna lifi barnsins í hættu rétt vegna þess, aö þér er móti skapi að þiggja greiðvikni af mér, ókunnugri konu. Þaö er deginum ljósara, aö þú veizt ekkert hvað veikindi eru.” “Ekkert!” Lúcía beygði sig auð- mjúklega undir alvöru-orðum Krist- ínar. “Þér eruð góðgjörn. Það var bara þetta, að—” V. Kristin og læknirinn og lærö hjúkrunarkona gjörðu alt sem mögu- legt var til þess að hjúkra Dolly, og hrukku naumast til. Þau vöktu nætur og daga stöðugt yfir henni, en Lúcía ráfaði um húsið angistarfull og iörandi og reyndi öðru hverju að lesa út úr andlitum þeirra um það, hvernig ástatt væri með Dolly, því hún haföi oft ekkert áræði til að spyrja þau, af því hún kveiö fyrir þvi, sem sér yrði svarað. Þótta svipurinn var horfinn. Alt mannlegt traust hennar hvíldi nú á Kristínu. “Þú ættir að senda eftir föður þínum,” sagði hin síðar nefnda morg- uninn efti. “Þér haldið þó ekki—yður er þó ekki alvara aö Dolly muni—” Kristín þrýsti Lúciu aö sér og kysti hana, og gat ekki varist tárum. “Eg veit það ekki, elskan min góð. En hvað sem því líður, ætti hann að koma. Hann er þér ekki reiður.” “Hann ætti að vera það, ef hann er það ekki,” sagði Lúcía. “Skuldin er öll hjá mér, og með fálæti sinu getur hann haft það til, að geta orðiö nístandi kaldur. Þú þekkir hann ckki! En þaö er ekki reiði hans, sem eg óttast — eg verðskulda hana. Heldur er það það, sem eg hlýt að segja viðvíkjandi Dolly. Setjum svo að------” Hér greip gráturinn hana, og gat hún ekki annað en þrýst hönd Kristínar enn fastar. “Guð gefur, að hún lifir,” sagði hin síðarnefnda. “Viö skulum vona það bezta.” Það var Lúcía, sem símaði eftir Jóni Corbett, og Lúcía, sem kom til dyranna, þegar hann kom, og varp sér í faðm hans svo sundurkramin af iörun, að ekki verður með orðum lýst. “Eg einungis vona og bið, að við þurfum ekki að fara heim án henn- ar,” sagði hann. Það var alt álasið frá hans hendi. Næstu daga á eftir voru þau alt af saman og þorðu naumast að vona, svo yfirkomin voru þau af sorg og kvíða. Þeim var eigi leyft að koma

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.