Syrpa - 01.09.1913, Blaðsíða 40
38
SÝRPÁ
NorSur Ameríku, er liggur fyrir
norSan heimskautabaug; var þar önn-
ur grein íshafshvalsins. 1721 var gerð-
ur út mikill skipafloti til hvalaveiða á
þessum stöðvum. í flota þessum voru
251 skip frá Hollandi, 55 frá Ham-
borg, 24 frá Bremen, 20 frá Spáni og
5 frá Noregi — samtals 355 seglskip.
Um þessar mundir var mynda'ð félag
í Björgvin, er veiða skyldi hvali í
Davíðssundinu og jafnframt reka
verzlun við Eskimóa. Félag þetta
leystist þó von bráðar upp sökum
peningaskorts, en margar tilraunir
hafði það gert til að gjöra skip út til
hvalveiðanna.
Englendingar reyndu nú enn til þess
að rétta við hvalaveiðarnar, og voru
nú hepnari en áður. Lög voru samin
er hétu 20 shillings verðlaunum á
tonnið í öllum skipum, er gerð væru
út i hvalaveiðar. 1750 voru verð-
launin hækkuð upp í 30 shillings og
síðast upp í 40 shillings. Þetta hreif.
Hvalaveiðin í Davíðssundinu komst
nú á sitt hæsta stig, en þá var líka
dregið úr verðlaununum.
Samfara þessu var hvalaveiðunum
haldið áfram í höfunum kringum
Spitsbergen alla 18. öldina og fram
á fyrsta aldarfjórðung þeirrar 19.
Árið 1814 og þar eftir dró mjög úr
veiðinni, og skömmu síðar var henni
hætt með öllu. Hvalaveiðaskipin
höfðu þurft að sækja lengra og
lengra , og loks alla leið að skörunum
á ísnum austan við Grænland.
Frá 1750 og fram yfir miðja 19.
öld, má fullyrða að Englendingar
hafi verið aflamestir allra þjóða
þeirra, er hvalaveiðar stunduðu.
Danir og Norðmenn tóku líka þátt
i veiðum þessum, bæði við Spitsberg-
en og Grænland, og 1620 var stofnað
“Dansk-Norræna félagið” af Daná-
konungi. Félagið skyldi senda 2 skip
árlega til hvalaveiðanna, en því var
hætt 1624. Veiöin varð því frjáls öll-
um þegnum konungs. 1636 myndað-
ist nýtt félag, en skip þau er send
voru, ráku slælega veiðarnar, en leit-
uðu í þess stað aö silfri og gulli með
engum árangri. Árið 1697 voru 4
skip send til Grænlands frá Dan-
mörku, og gekk þeim ferðin vel.
Síðar meir, þegar Grænlenzka félagið
var stofnað og því hafði verið veitt
mjög mikil hlunnindi, voru tveim ár-
um síðar risnar upp margar hvala-
veiðastöðvar í höfnunum á Grænlandi,
og til veiða sóktu 90 seglskip, er
veiddu 344 hvali.
Alt um það hnignaði hvalaveiðum
Dana og Norðmanna svo, að 1784 var
ný tilraun gerð til að lífga hana við
aftur, með því, að Kristján konungur
7. hét 15 ríkisdölum fyrir hverja smá-
lest í skipum, er gengju til hvala-
veiða og fiskiveiða við Grænland og
ísland, en þá skyldu skipin gerð út
frá dönskum höfnum og þar skyldi
einnig aflinn seldur. 1790 voru 33
skip í danska hvalaveiða-fiotanum, en
meiri hluti þeirra var frá Noregi.
Árið 1803 voru 30 skip gerð út og
fórust 3 af þeim; ríkisstyrkurinn var
eigi borgaður síðar en 1808. En 1830
og 1850 gerðu Norðmenn tilraun ti!
að veiða hvali í Davíðssundinu.
Lar sem hvalaveiðunum í höfunum
við Spitsbergen var hætt á fyrsta
fjórðungi 19. aldar, var veiðinni í
Davíðssundinu Baffinsflóanum og
við vesturstrendur Grænlands lialdið
áfram alt til loka síðustu aldar, og
jafnvel nú fara þangað fáein skip á
ári hverju til veiða, þótt ei sé þaö
lengur ábatavænlegt.