Syrpa - 01.09.1913, Blaðsíða 44
42
SYftPÁ
skipinu, íyrir það aí skilja mig eft-
ir en láta mömnni fara og litlu syst-
ur mína.”
Um hádegisbiliö 5. Desember 1872
lá Atlanzhafið, þaö sem liggur ein-
ar 300 mílur vestur af Gibraltar, lág-
dautt eins og stööupollur, og voru á
þvi svæöi þrjú skip hvert í annars
sýn. Eitt þeirra var þýzkt eimskip
í lausaförum. Þaö stefndi til Vest-
ur-Indlandseyjanna þvert fyrir stafn
annars skipsins, sem var brigggin
María Celeste, einar 3 mílur frá
henni. Eimskipiö dró npp merki,
sem brigginni bar að svara, en hún
gegndi því engu. Þá var eins og
eimskipiö segði: “Jæja, ef þú vilt
ekki eiga tal viö mig eöa að eg beri
fréttir af þér, þá stendur mér á
sama,” og hélt leiðar sinnar suður á
bóginn unz þaö hvarf út fyrir læ-
bauginn. Þriðja skipið var brezki
barkurinn Dei Gratia, skipstjóri
Boyce, á leið til Gibraltar. Boyce
skipstjóri sá í firösjá sinni merkið,
sem eimskipið gerði brigginni og
bjóst viö aö sjá merki frá henni til
andsvars, því kurteisisreglur far-
manna geröu henni aö skyldu aö
anza; en ekkert kom svariö.
“Þetta er hláleg og afkáraleg ó-
kurteisi, þegar betur er aö gáö. Það
er skárri bölvaöur sjódurturinn, sem
ekki tekur undir, þegar yrt er á hann
á siglingu,” hugsaði Boyce skiptjóri,
og hann afréð aö grenslast eftir
hvernig lægi í þessu, því Bretinn var
forvitnari heldur en stéttarbróðir
hans á eimskipinu virtist vera. Hann
notaöi svo hvert golukast af sunnan-
blænum til aö færa sig nær brigginni
og komst á endanum svo nærri
henni, aö hægt var aö kalla til henn-
ar af barkinum.
“ÞaÖ litur út fyrir, að alt sé ekki
með feldu á skipinu því arna,” sagöi
skipstjóri viö stýrimann sinn Adams.
“Ójá,” svaraði stýrimaður, “vita-
skuld ætti þaö aö hafa uppi hvert
seglsnipsi. °g eins og þaö vaggar.
I'aö lætur, sýnist mér, eins og skips-
höfnin öll væri dauðadrukkin.”
Þeir átlu nú ekki nema tæpa hálfa
milu aö skipinu og virtu þaö vand-
lega fyrir sér, skipstjóri í firðsjá
sinni og stýrimaður í tvíhólkskiki,
og furðuðu sig á hve skipið léti an-
kannalega, þangaö til báöir gullu viö
í senn: “Engin hræöa sést uppi,”
“Það hlýtur aö vera eitthvað i
augunum á okkur, að viö sjáum þá
ekki,” sagöi skipstjóri; “því, vita-
skuld hljóta einhverjir aö vera þar.”
Samt kom enginn anz frá skipinit.
“Geröu þeim merki, Adams, aö
við eigurn brýnt erindi viö þá. Þeir
gegna þvi þó liklega.”
Það nterki var óöar drcgið upp;
en ekki var gegnt aö heldur. Aftur
á móti fór skipið aö haga sér enn
kynlegar en fyr, því golan gekk lítiö
eitt til, og seglin á skipinu tóku að
slettast til, svo lá viö voða.
“En þeir bjánar,” gall viö í skip-
stjóra. “Þáð er þó merkilegt, aö
við skulum ekki sjá þá. Hví eru þeir
aö fela sig. Uppi eru þeir þó, eins
og mig varði, því nú eru þeir að
víkja henni við aftur. En svei tnér,
sem þeir eru ekki að reyna aö kom-
ast undan okkur.”
Skipstjóri geröi nú lúður úr lúk-
um sér og setti fyrir munn sér og
grenjaði: “O, hæ, brigg,” og stýri-
maður tók ttndir kalliö meö honum,
því þeir voru nú svo nærri aö vel
mátti lieyra köllin yfir á Maríu Cel-
este, En þeim til fnrðu var kallinu