Syrpa - 01.09.1913, Síða 49
47
BÝSNIN MESTA Á SJÓ
hefir veriíS endurprentuS í Boston
Herald 1885 í þeirri veru, aö hún
færi meö sannleik tóman um þann
kynlega atburÖ. Inntak sögunnar er
hér tekiö upp, því þaö er fróölegt
sýnishom af þvi, sem kann við að
bera.
Sagan lætur J. Habakukk Jephson
vera lækni óhraustan aö heilsu, og
því tekur hann sér far meö Maríu
Celeste til aö bata sér á sjóferö.
Tveir eru aðrir farþegar á skipinu,
John Horton, umboösmaður eigend-
anna, og Septimus Goring, kynblend-
ingur frá New Orleans. Goring er
langt frá því aö vera viðfeldinn mað-
ur í kynning, en þó eru ekki svo
mikil brögö aö því, aö nokkur geti
borið sig beint upp undan því. Tveir
af skipverjum láta ekki sjá sig, þeg-
ar leggja á af staö, og eru þá tveir
svertingjar ráönir í þeirra stað. Gor-
ing á mikið viö þessa menn saman aö
sælda. Eftir 10 daga siglingu frá
New Ýork hverfur kona skipstjóra
og barn þeirra. Daginn cftir finst
skipstjóri dauður á þiljum uppi og
hcldur Goring því fratn, að liann
hafi framið sjálfsinorö af sorg, af
því skammbyssa fanst við hönd hans.
Tveimur vikum síðar sýnir Jephson
Goring, þegar þeir eru aö talast við,
stein i laginu eins og mannseyra.
Hann hafði hann þegið að dánargjöf
af svertingjakerlingu, sem sagöi að
hún ætti engan að, sem hún vildi að
fremur nyti hans, því liann hefði æ-
tíð verið sér góður. Hún hafði
sjálf, að minsta kosti, æfinlega haft
hinar mestu mætur á steininum, og
sania var um svertingjann við stýrið,
þegar hann rak augun í steininn, því
liann nærri því laut honurn eins og
helgum dómi. Jephson furðaði sig
á, hve mikið þeim þótti til steinsins
koma, en hitt gekk þó enn þá meira
fram af honum, þegar þeir komu
undir Iand, og hann varð þess vísari
að þeir voru komnir að Afríku-
ströndum i stað Portúgals. Stýri-
maður liafði liaft forsögn á skipinu
frá því að skipstjóri féll frá, og
hann var alveg utan við sig út af
þeirri rýrð, sem þetta hlyti að varpa
á sjómannskunnáttu hans. Hann
staðhæföi aö verkfærin heföu veriö
skekt fyrir sér; en honum gafst ekki
kostur á að ganga úr skugga um
hvort svo væri eða ekki, því sömu
nóttina kom svertingja hópur ofan af
landi, þeir sigruðu hvítu mennina og
drápu þá alla nema Jephson. Hon-
um gáfu þeir grið, af því hann átti
steininn með eyralaginu. Þeir fóru
svo aftur í land á eintrjáninguin sín-
um, og því stóðu bátarnir á Maríu
Celeste allir með kyrrum kjörum á
sínum stað — ein af allra mestu
býsnunum í þessum blöskrunarlegu
atburðum. — Þegar Jephson var á
Iand kominn lenti hann í ýmsar
þrautir, sem ekki koma við sögunni
af Mariu Celeste, og loksins koin Gor-
ing honum undan. En Goring var
svo fariö, að hann vildi koma hvíta
mannkyninu fyrir kattarnef. Hann
fann það upp að slátra allri skips-
höfninni, liann skaut skipstjóra og
hratt konunni og barni hennar fyr-
ir borö — þetta gerði hann alt
saman aðallega að gamni sínu. —
Honum tókst að sigla skipinu undir
Afríkustrendur, með því að skekkja
mælingar áhöldin, og koma þar und-
ir land, sem fyrir var þjóðflokkur, er
hann ætlaði sér að ríkja yfir. Til
allrar ógæfu fyrir hann, átti þjóð-
flokkur sá sér skurðgoð, sem eyrað