Syrpa - 01.09.1913, Blaðsíða 57

Syrpa - 01.09.1913, Blaðsíða 57
fLöskupúicínn 55 Hann öfundar mjög þá menn, sem eigi svo skrautleg hús og séu svo rík- ir aö þeir geti ætíð veriö áhyggjulaus- ir fyrir lífinu. Þegar hann er að hugsa um þetta, kemur hann aö húsi, sem miklu er skrautlegra en nokkurt hinna. Húsiö er ekki stórt, en svo fagurt og fágaö sem á silfur sæi, og gluggaglerið var eins gagnsætt og glitrandi eins og þaö væri fegurstu gimsteinar. Beðin í garðinum kring- um húsiö lágu í ótal bugðum og voru til að sjá eins og yndislegar blóma- fléttur. Kífi nemur staðar og starir lengi á húsið, höggdofa af undrun. Alt í einu kemur hann auga á mannsandlit í einum glttgganum, og af því að gler- iö var svo gagnsætt og fágað, þá sá hann það eins glögt eins og maður- inn væri fast hjá honum. Það var aldraður maður með svart skegg, en orðinn bersköllóttur, og svipurinn var raunalegur og þunglyndislegur. Þeir horfðu lengi hvor á annan og þeir öfunduðu hvor annan af hlutskifti sínu. Þá brosti maðurinn í glugg- anttm alt í einu og kinkaði kolli til Kífa, eins og hann væri að benda honum að konta. Kífi gekk þá heim að húsinu og maðurinn kernur á móti honum í dyrunum og tekur hon- utn tveini höndurn. “Húsið mitt er fallegt”, sagði mað- urinn og andvarpaöi. “Langar þig til þess að skoða það” Svo fór hann með Kífa unt alt ltúsið, frá kjallara og upp á eftsa gólf, og sýndi honunt herbergin og það sem í þeim var. Þar var alt svo fagurt og fullkomið, að engu var áfátt, og Kífi var frá sér numinn af undrun. “Þetta er sannarlega fallegt hús,” sagði hann, “og ef eg ætti þvílíkt hús mundi eg ekki gera annað en aö hlæja og skemta ntér allan liðlangan dag- inn. Hvernig stendur á því að þú ert svona sorgbitinn og sí-andvarpandi ?” “Það getur ekkert verið þvi til fyrirstöðu, að þú eignist þvílíkt hús,” sagði tnaðurinn. “Eða hefir þú ekki eitthvað af peningum?” “Eg hefi fimtíu dollara,” sagöi Kífi; “en eg er hræddttr um aö húsið að tarna kosti meira en fimtíu doll- ara.” Maðurinn hugsaði sig um ofurlitla stund, eins og hann væri að reikna eitthvað i huganum, og mælti síðan: “Mér þykir það rnjög leitt, að þú skulir ekki ltafa tneiri peninga, því að það getur orðið þér óþægilegt síð- ar — en þú getur fengið hana fyrir fimtíu dollara.” “Höllina þína — þessa höll?” hróp- aði Kífi. “Nei, ekki húsið mitt, heldur flösk- ttna,” sagði ntaðurinn; “húsiö mitt og garðinn minn og öll auðæfi mín á eg flösku einni að þakka, sem ekki er ntiklu stærri en tveggja pela flaska.” “Hérna er hún”, liélt liann áfratn, og tók opið herbergi eitt, rammlega læst, sent þeir höfðu ekki komið fyr í, og tók þar út flösku, hálslanga og bumbuvíða. Glerið í henni var livítt eins og tnjólk, og glitruðu í þvi allir regnbogans litir, en inni í flöskunni var sent sæi i skugga og væri þó logi í skugganum. “Þetta er flaskan,” sagði maðurinn. Þá hló Kíf cn hinn mælti: “Þú trúir víst ekki þvi, sem eg segi; það er bezt, að þú reynir sjálf- ttr flöskttna — vittu, livort þú getur brotið hana.” Kífi tók við flöskunni af honum og grýtti henni af alefli í gólfið hvað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.