Syrpa - 01.09.1913, Side 64

Syrpa - 01.09.1913, Side 64
62 SYRPA ,‘Eg er búinn aS sverja þaS viö höf- uö mér, aö þiggja ekkert framar af flösku þessari,” sagöi Kífi; “eg hefi þegar nóg aö gjört.” “Það er nú reyndar enginn gróöi né velgerningur, sem eg fer fram á,” sagöi Kópaka. “Mig langar til þess aö sjá flöskupúkann. I>aö er ekki gert í gróöa skyni og þarf enginn að blygöast sín fyrir það; en ef eg fengi nu að sjá hann sjálfan, þá myndi eg tríia öllu því, sem sagt er um flösk- una. Virtu mér til vorkunar efa- semdir mínar og lofaðu mér aö sjá Kölska; svo skal eg kaupa af þér flöskuna, og hérna eru peningarnir í íófa mínum.” “Eg er hræddur um, aö Skolli sé ekkert frýnilegur ásýndum og að þú missir kjarkinn, þegar þú ert búinn að sjá hann, og kaupir svo ekki flösk- una,” sagði Kifi. “Góður drengur gengur aldrei á bak oröa sinna,” mælti Lópaka; “og nú legg eg peningana hérna á milli okkar.” “Jæja þá,” sagði Kífi, “eg er reynd- ar forvitinn líka. Kom þú nú, herra Kölski! og lofaðu okkur að .sjá fram- an i þig.” Undir eins og hann var búinn að slepppa orðinu, gægðist Kölski upp úr flöskustútnum rétt sem snöggvast og skrapp svo aftur niður í flöskuna. Kífi og Lópaka urðu gagnteknir af skelfingu og sátu eins og til dauða dæmdir þangað til komiö var fram á nótt, án þess að segja eitt orð. Loksins ýtti Lópaka peningunum yfir borðiö til Kífa og tók flöskuna. “Eg er ekki vanur aö ganga á bak orða minna,” sagði hann, “og hefði eg ekki verið búinn að lofa þessu, þá hefði mér ekki einu sinni komið til hugar að snerta flöskuna með fæti mínum. En nú ætla eg að bera mig að ná í skipið og einn eða tvo dollara í vasann, og svo ætla eg að reyna að koma út flöskupúkanum svo fljótt, sem mér er unt, þvi satt að segja hefi eg alveg mist kjarkinn við að sjá hann.” “Þú mátt ekki misvirða við mig, Lópaka,” sagði Kífi„ “þótt eg segi ein§ og er. Eg veit að það er komin nótt, og að það er ekkert gaman að vera svo seint á ferð innan um graf- hvelfingarnar, en þegar eg er búinn að sjá litla andlitið á flöskupúkanum, þá er mér ómögulegt að neyta svefns né matar eða lesa bænirnar mínar fyr en hann er kominn langt í burtu. Eg skal gefa þér ljósker og körfu til þess að bera flöskuna í, og þú mátt taka með þér hvað sem þú vilt af skrauti mínu hér í húsinu; en farðu nú undir eins og vertu í Iiókena eða Nokinú i nótt.” “Margur myndi kasta þungum steini á þig, Kífi, fyrir þetta,” sagöi L’ópaka; “en eg hefi því meiri ástæðu til þess, þar eð eg hefi haldið orð mín og sýnt þér það drenglyndi, að kaupa flöskuna, þrátt fyrir alt.” “Vegurinn fram hjá grafhvelfing- mium er líka tífalt geigvænlegri fyrir þann, sem liefir svo þunga synd á samvizkunni, sem eg liefi, og ber á sér Jivílíkan grip sem flaskan er. En eg er sjálfur svo hræddur, að eg á bágt með að ámæla þér. Nú ætla eg að fara, og guð gefi, að þér megi vegna vel í nýja húsinu og að mér gangi vel með skipið mitt, og að báð- ir fái aö koma í himnaríki, þegar þessu lífi er lokið, þrátt fyrir sam- neytið við kölska og flöskuna.” . Síðan reið Lópaka af staö niöur

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.