Syrpa - 01.10.1915, Blaðsíða 29
SYRPA II. HEFTI 1195
91
til ])ess að opna gluggann; hún
liugsaði sig um stundarkorn og
hætti við það.
“Hvar er leigjandinn þinn?”
“Hann er þarna fyrlr liandan.”
“Búa nokkrir aðrir þar?”
“Já, frá Bang og dóttir hennar.”
“Þetta er þá fólkið, sem þú hefir
samneyti við?”
“Já.”
Hann reis á fætur, fór úr treyj-
unni og vestinu, og tók af sér háls-
klútinn. Svo fylti hann tóbakspíp-
una, kveykti í henni og settist á
ný, studdi hönd undir kinn og
reykti.
Hann liorfði með glettnisbrosi á
þessa lijónabands-lielft sína: “Jæja
þú ætlar að verða liefðarfrú, Magn-
hildur?” Hún þagði. “Mér veitir
þá víst ekki af að fara að búa mig
undir að verða herramaður.”
Iiún leit á hann hlæjandi, brjóst-
ið var bert og þéttsett dökkrauðum
hárum. Skyrtan óhneppt, andlitið
sólbrent, skallinn snjólivítur og
gljáandi.
“En þau augu sem þú gefur mér!
Eg gæti liugsað að eg væri reyndar
ekki alveg eins spengilegur og leigj-
andinn þinn?”
“Viltu ekki fá eithvað að borða?”
sagði hún.
“Eg borðaði á bátnum.”
“En að drekka?” Hún fór út,
sótti ölflösku og glas, og lét á borð-
ið. Hann lielti í glasið og drakk,
um leið og hann leit yfir um.
“Skárri er það nú kvenmaðurinn!
Er það frúin?”
Magnliildur varð dreyrrauð í
framan; liún sá að frúin stóð við
opinn gluggann, og starði forviða
á hinn hálfnakta mann.
Hún flýði inn í svefnherbergið,
þaðan niður í garðinn og tók sæti.
Hún hafði aðeins setið fáeinar
mínútur, þegar hún heyrði, að opn-
aðar voru svefnherbergisdyrnar, og
þvínæst dyrnar að eldhúsinu. Skar-
iie lauk upp garðshliðinu. “Magn-
hildur! Jú hún er hérna.” Magda
litla skimaði í allar áttir, þangað
til hún kom auga á Magnhildi, og
til hennar gekk hún rakleitt. Skar-
lie hafði gengið burt undireins.
“Eg átti að vita um hvort þú vild-
ir ekki gera svo vel og koma yfirum
til þess að borða?”
“Skilaðu kveðju frá mér, og segðu
að eg geti ekki komið núna.”
Barninu brá undarlega. “Því
geturðu ekki komið? Er það vegna
halta mannsins?”
“Já.”
“Hvaða maður er hann?”
Magnhildur var að berjast við að
segja: “Hann er maðurinn minn,”
en orðin dóu á'vörunum; hún vék
sér undan, til þess að skýla tilfinn-
ingum sínum fyrir barninu.
Barnið steinþagði stundarkorn,
en sagði að lokum: “Af hverju ertu
að gráta Magnhildur?”
Orðin voru sögð svo blíðlega, að
þau endurvöktu í liuga Magnhildar
ljúfustu svipina úr draumaheimi
þeim, er hún liafði lifað í undan-
farna daga, en nú var að hverfa
henni að fullu og öllu. Magnhildur
þrýsti litlu stúlkunni að brjósti
sér, og grét eins og barn. Þvínæst
hvíslaði hún: “Spurðu einskis
framar, Magda litla, en farðu undir-
eins heim til þín, hérna gegnum