Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Side 3
GOLLFARARNIR.
Saga frá Mexikó.
Eftir
Gabriel Ferry.
I. KAPÍTULI.
Pepe svefnpurka.
Við Biskayaflóann á norðanverðum Spáni
er ströndin brött og tindótt ofg hrjóstug mjög.
Milli San Sebastian og Bilbaó stóð höll ein
afargömul uppi á brekkunum, og blasti hún
við langt á sjó út. Ekki var þar annað ná-
grenni en lélegir fiskimannakofar, því að fiski-
mannaþorpið Elankóvi var bygt niður undan
höllinni innanum klappirnar við fjöruna.
Höllina átti greifaættin Medíana, og stóð
hún iengi auð og mannlaus, þartileldri sonur
gamla greifans, sem þá var nýdáinn, flutti þang-
að árið 1808 með unga konu og barnungan
son.
Don Júan de Mediana var einn hinna æðstu
herforingja Spánarhers, og hugði að hér mundi
donnu Lúísu, konu sinni, vera einna óhættast
fyrir öllum hættum á þessum styrjaldartímum,
og líka fyrir ofsóknum og fjandskap af hendi
Antoniós, yngra bróður síns. Það hafði komið
upp hörmulegur fjandskapur milli bræðranna
út af föðurarfi þeirra. Meiri hlutinn af löndum
og lausafé ættarinnar hafði gengið í hendur
eldra bróðurins eins og lög stóðu til þar í
landi, og svall því hatrið og öfundin í hjarta
Antoniós. Hafði hann að síðustu unnið þess
dýran eið, að ná aftur þeim hluta eignanna,
er honum fanst sér með réttu bera, og síðan
farið til sjávar og horfið svo, að engar spurn-
jr fóru af honum.
N. Kv. IV. 1.-2.
En Don Júan var kallaður til hersins aftur
áður en langt leið, og varð hann að hlýða.
Lét hann þar eftir konu sína og son, er þá
var tvævetur. Féll honum það mjög þungt,
en svo varð að vera; fal hann trúnaðarþjóni
sínum einum að gæta þeirra.
Hann fór burt og kom aldrei aftur. Skömmu
eftir að hann kom til hersins, varð hann fyrir
kúlu í stríði því, er reis af, að Spánverjar risu
upp á móti ofureíli Frakka, og beið bana af.
Kona hans bar það mjög illa, svo ung sein
hún var, og var barnið henni eina huggunin
í hörmum þessum.
Elankovi er mjög afskekt þarna við Biskaya-
flóann, og hefði legið mjög vel við launverzl-
un, en spanska stjórnin hafði sett nokkra strand-
verði þar við bæinn; hét sá Don Lúkas Des-
piertó, er fyrir þeim var; var hann árvak-
ur við sýslu sína, og gerði vörusmyglum oft ó-
gagn mikið, og spilti atvinnu þeirra.
Einn þessara strandvarða var kunnur að því
að sofna, þegar hann var á verði. Annars svaf
hann oftast, þegar hann gat því viðkomið, og
gerði sér enga samvizku af. Hann vissi það
sem var, að hann gerði skyldu sína meira en
nóg fyrir þetta litla og lélega kaup, sem hann
fékk, ekki sízt vegna þess, að yfirvöldunum
gleymdist oftast að greiða honum það, enda
urðu og félagar hans fyrir sömu skilum.
Pepe svefnpurka var hann líka nefndur; hann
var hár maður vexti, tnagur og sinastæltur og
hálfþrítugur að aldri. Andlitið á honum var
eins og marmari — svefninn hafði gert hann
1