Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Qupperneq 10
8
NÝJAR KVÖLDVÖVUR.
»Hvern fjandann ertu þarna að burðast með
Bois-Róse?» spurði skipsforinginn steinhissa.
^Rað er barn, sem eg fann hálfdautt af
hungri og kulda í báti, sem var að rekast fyr-
ir vindi og báru skamt frá landi. Það var í
fanginu á alblóðugu konulíki, og eg ætlaði
ekki að geta náð því úr faðmi líksins. Og
svo ætluðu þessir bannsettir Spánverjar að sálga
oss með skotum, einkum einn langur drjóli —
lesarinn kannast víst við Pepe — sem mið-
aði svo fjandi klaufalega, en Iét hvert skotið
reka annað .... En ef eg hitti hann seinna
. . . já, sleppum því.«
«Og hvað ætlarðu að gera við þennan aum-
ingja? <
»Eg ætla að reyna að hafa hann hjá mér,
auðvitað, þangað til friður kemst á, og eg
get komið hingað til þess að leita mér upp-
lýsinga um barnið.*
Og svo fór hann ofan með barnið, klæddi
það úr sjóvotum fötunum, vafði það í hlýjum
ábreiðum og kom mat smátt og smátt ofan
í það.
Og honum vanst vel á. Drengurinn hrest-
ist brátt, og þótt hann gréti fyrst, huggaðist
hann skjótt við blíðmæli fóstra síns, og urðu
þeir skjótí svo góðir vinir, að þeir máttu hvor-
ugur af öðrum sjá.
Og svo liðu stundir fram. Sveinninn óx
og dafnaði og Bois-Róse var honum bæði fað-
ir og móðir. En svo liðu tvö ár, að eigi
komst friður á, og franska skipið náði aldrei.
færi á að koma að landi á Spáni.
Hásetinn, sem var fæddur í Kanada, nefndi
drenginn Fabian, því að það nafn hafði hann
fundið saumað í föt hans.
Svona Iifðu þeir saman og skildu aldrei
Bois-Róse gerði sér ótal fagrar hugsjónir um
framtíðarferil Fabíans. En hann gætti þess
eigi um leið, hvað sjómannalífið er hættnlegt
og hamingjan fallvölt.
Einn morgun elti enskt briggskip vikinga-
snekkjuna; var það helmingi stærra en hún
og örskreitt vel, svo hana dró eigi undan á
siglingu, og sló því í bardaga. Skipin skut-
ust á af mikilli áfergi og fór svo að lokum,
sem vonlegt var, að víkingarnir báru lægra
hlut, og urðu að gefast upp, því að skipið var
að því komið að sökkva.
Bois-Róse hafði látið fóstra sinn vera niðri
í skipinu í sérstakri kompu á meðan orustan
stóð. En nú kom hann ofan, svartur af púður-
reyk, og tók hann og bar hann upp á þiljur.
Par stóð hann í miðjum hergnýnum, innan um
brak og bresti, brotin möstur og dauðra manna
búka, en alt var löðrandi í blóði. Par vafði
hann drenginn að brjósti sér og hlífði honum
með líkama sínum.
Drengurinn horfði forviða og skelkaður í
kringum sig, varð hræddur og fór að hágráta.
Hann grúfði sig upp að fóstra sínum, en hann
reyndi að sefa drenginu með kjassi og blíð-
mælum. En það var til einkis.
»Beygðu hné þín, barn mitt«, sagði háset-
inn með hátíðlegri röddu, «og taktu eftir því,
sem hér fer fram.«
»Æ, eg er svo hræddur við blóðið og há-
vaðann hérna,« sagði drengurinn kjökrandi.
»Gleymdu því aldrei, «sagði hásetinn enn-
fremur, „að háseti nokkur, sem elskaði þig
meira en sitt eigið líf, hefir látið þig falla hér
á hné, og sagt við þig: Beyg kné þín, barn
mitt, og biddu fyrir henni móður þinni . . »
í sama bili hitti kúla hásetann; hann hneig
niður; blóðið gaus yfir Fabian, drengurinn
rak upp sárt hljóð. Kanadarinn (hásetinn) þrýsti
honum enn upp að sér, og sagði svo lágt að
drengurinn heyrði það varla:
«........móður þinni, sem egfanndauða
við hliðina á þér.«
Svo misti hann meðvitundina. Pegar hann
raknaði við aftur, var hann niðri í fúlli skips-
kompu, og kvaldist af brunaþorsta. Hann
kallaði á Fabían með veikri rödd — en eng-
inn gegndi. Fabian var þar hvergi. Hann
varð þar að gráta sinn týnda son í fanga-
myrkrunum.
Fám dögum eftir að greifafrúin af Medíana
hvarf, fundu fiskimenn úr Elankóvi lík hennar
rekið í fjörunni.