Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Blaðsíða 13
GULLFARARNIR. 11 »Einn af vinum mínum í Arispe lét sér farast illa við mig, og svo var dómarinn í bænum mér líka óvinveittur. Retta varð til þess að eg leitaði úr bænum og hingað.« •>Eg er sannfærður uin að dómarinn og vinur yðar hafa farið rangt að við yður,» svar- aði Baraja, og át sér einn ketbita til. Kúkilló hneigði sigtil samþykkis: «Eg þakka yður fyrir gott álit yðar á mér — þér getið séð það sjálíur! Vinur minn og eg vorum að spila sainan; hann sagði að eg hefði rangt við, og svo jókst það orð af orði. Og svo vaið hann seinast svo ókurteis, að hann lét sér verða það á að deyja.-> »A —? af þessu sem þér sögðuð?« »Nei, en af hníflagi, sem siafaði af þessu«, sagði Kúkilló ofur rólega og tók sér sopa.úr leðurbelg með vatni, sem hann hafði. «Já, eg vissi það, að vinur yðar mundi hafa haft á röngu máli að standa,» sagði Baraja og brá hvergi. ' Kúkilló kveikti sér nú í vindli gerðum úr maíshelmu: «En dómarinn var nú samt á ann- ari skoðun, og er það enn í dag; en — hvern- ig sem því víkur nú öllu við, þá hefi eg unuið þess dýran eið að spila aldrei framar, og— — «Rað er viturlega gert,» tók Baraja fram í og tók seinasta ketbitann. «Eg hefi líka unnið þess eið að snerta aldrei á spilum, því eg hefi orðið maður félaus á þeim.« »Nú, þér hafið þá verið ríkur?« «Já, eg átti heila jörð og stórar hiarðir. En eg misti það alt saman — fór alt í bústjórann minn. Eg gekk slippur frá öllu, hafði bara hestinn þann arna eftir. Svo sór eg að spila aldrei framar. Rað eru fimm dagar síðan, — og — caramba*) —• eg hefi haldið eiðinn — — en samt —» hann klórar sér aftan við eyr- að — — »er nú engin regla án undantekn- ingar. Eg er með í leiðangrinum, sem á að fara frá Túbak, eins og þér, eftir því sem Don Estevan segir. Nú getur það vel staðið á nokkurri stund áður en Spánverjarnir koma, — þá gæti okkur farið að leiðast, og — þá — væri það — ef til vill ekki úr vegi — hm hm — að við spiluðum í mesta bróðerni um þetta gull, sem við kynnum að eignast upp úr þessu ferðalagi seinna meir.» «Eg þorði ekki að koma fram með þessa uppástungu, en datt hún meira en í hug, og elst alveg á hana,& sagði Kúkilló, og svo drógu báðir sín spilin livor upp úr vösum sín- um og lögðust svo niður á kápuna hver á móti öðrum. En það komst ekki lengra fyrir þeim. Reir heyrðu hestahnegg og hófadyn, bjölluhljóm og maunamál álengdar í skóginum, og voru það leiðangursmenn þeir, sem höfðu sent Baraja á undan sér. Svo kom frani hestahópur á harðastökki með miklum jóreyk, og var fremst þeirra hryssa með bjöllu um hálsinn. Maður þeysti fram hjá hestunum og handsamaði hryssuna og stöð- vaðist þá hópurinn á svipstundu. Litlu síðar kom Don Estavan de Arechísa; hann reið ljómandi fallegum brúnum fáki, og fylgdu honum þrír ríðandi þjónar, sólbrendir og röskir ásýndum. Reir höfðu skarlatsrauða fána á lenzum sínum, og ráku nokkra múlasna undir áburði. Reir fóru af baki skamt frá kofanum og tóku við hesti Don Estevans, þegar hann var kominn af baki. Spilamennirnir báðir spruttu upp þegar er þeir komu, og Kúkilló gekk í áttina til Don Estevans, því að hann hreifði sig eigi úr stað, en horfði hvast á Kúkilló. »Pað eruð þér, sem rituðuð mér bréfið?« sagði Spánverjinn, og kinkaði kolli réttaðeins til kveðju. «AIveg rétt, náðugi herra!» svaraði Kúkilló, og tók ósjálfrátt dýpra ofan en hann líklega hefir ætlað sér; «Pedró Kúkilló, auðmjúkur þjónn yðar!» «Pá er engu að fresta,» sagði Don Este- van þurlega og leitaði í kring um sig að stað, þar sem þeir gætu talað saman einslega í næði. »Komið þér.» Hann benti Kúkilló, og gekk með hon- 2* *) Algengt spánverskt blótsyrði.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.