Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Blaðsíða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Blaðsíða 14
12 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. uin þangað sem fallinn viðarbolur lá. Rar sett- ist hann niður. -Hvað segið þér þá?-— en verið fáorður,« sagði hann svo herralega. Kúkilló hneigði sig og leit hornauga til þjónanna, senr voru að spretta af múlösnunum, og sagði svo lágt og launlega. »Eg hefi heyrt, sennor, að þér hafið í hyggju að fara leiðangur til gullstöðvanna, sem eru hér inni í landinu.* Spánverjinn játti því. »Gott og vel! Eg hefi séð einn stað þar, þar sem gullið liggur í svo stórum hrúgum, að ekkert mannlegt auga hefir áður séð annað eins.« «Og þér hafið séð það og ekkert af því tekið ?» sagði Don Estevan hæðnislega. Kúkilló lét sem hann heyrði ekki þessa spurningu. «Rað eru kynstur af gulli, sem liggja þar opin fyrir;» hélt hann áfram í hátíðlegum rómi, nóg til þess að fullnægja hinni frekustu áferg- ju nokkurs manns, kappnóg til þess að kaupa fyrir heilt kóngsríki og—« Spánverjinn leit upp: «Að kaupa heilt kóngs- ríki?» tók liann upp í hálfum hljóðum eins og við sjálfan sig. «Jú, sennor, og meira en það; það er þar miklu meira. — Æ, þér ættuð bara að sjá gull- hnullungana blika þar í sólskininu. — Eg varð hálfblindur af Ijómanum —« Hvernig hafið þér fundið þessa gullstöð — sem liggur opin fyrir?» sagði Don Estevan tor- tryggnislega. «Markos Arellanos var orðlagðasti gullfari hér í þessu ríki. Eg var bezti vinur hans, og hann fékk mig til að fara með sér og kanna gullstöð nokkra, sem hann hafði fundið, en varð frá að hverfa á flótta fyrir Indiönum. Rví miður gat eg ekki heldur notið meira af allri þessari dýrð en sjónarinnar einnar og ljómans, því að við urðum líka að flýja und- an Indiönum — og eg kom einsamall heim,— Aumingja Arellanos, eg hefi ekki séð glaðan dag síðan liann dó. — Jæja eg skal ekki hafa mörg orð um það; eg er til með að selja yð- ur leyndardóm þessa gulldals, sennor; fyrir það bað eg um að mega tala við yður í dag.» Spánverjinn hvesti augun á Kúkilló. »Og hver ábyrgist mér að þér hafið ekki svik í tafli, ef eg tek boði yðar?« sagði hann hægt og fast, og lagði áherzlu á hvert orð. »Minn eiginn hagur!» svaraði Kúkilló ískyndi. »Eg sel yður leyndardóm þenna, en eg sleppi ekki rétti nn'num til gullnámunnar fyrir það. — Eg gerði alt til þess að stofna leiðangur, því að það er ekki til neins að ætla sér að fara þangað, nema því að eins að vera lið- sterkur, því að Indíanar liafa þar landið r valdi sínu. En mér tókst ekki að ná honum sam- an. En liðsafli sá, er þér hafið með yður, er nógur til þess að hafa sig áfram þar efra, og fyrir það sneri eg mér tit yðar, herra. Eg áskil mér tíunda hluta af því gullif er fæst, og svo fé fyrir leyndarmálið aukreitis. Pér hafið mig með, til þess að vísa leið, og er eg yð- ur þá bæði trygging fyrir, að eg segi satt og í gíslingu um leið. Don Estevan sat um stund og var hugsi. »Hvað setið þér upp fyrir leyndarmál þetla?» «F*að er ekki mikið, herra, fimm hundruð pjastra,» svaraði Pedró Kúkilló eftir skanuna umhugsun. Spánverjinn sat enn um stund og var hugsi,- Síðan sagði hann stuttlega: »Gott og vel; eg tek boði yðar. Hvar er gulldalurinn?« Kúkkilló gat naumast dulið gleðina í svip- num og sagði: «Svo sem tólf dagleiðir í norðausturátt frá Túbak-víginu.» Don Estavan sat enn um stund. Síðan lét hann einn þjóna sinna færa sér skrín af íbenviði; hann lauk upp skríninu og tók upp úr því fésjóð mikinn af hjartai skinni, og greiddi Kúkilló úr honum fé það, er hann hafði á- skiljð sér. «Lýsið þer nú nákvæmlega fyrir mér, hvar gulldalinn er að finna, » sagði hann. svo, þeg- ar þjónninn var aftur farinn með skrínið.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.