Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Qupperneq 16
14
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
á eftir honum; spottakorn á eftir honum riðu
þeir Pedró Kúkilló og Manúel Baraja samsíða,
og reyndi Baraja með öllu móti að hafa upp
úr Kúkilló, hvað þeir höfðu verið að makka
Spánverjinn og hann, En Kúkilló varðist allra
frétta. Skamt á eftir þeim komu þjónarnir með
múlana.
Fyrst um sinn lá Ieiðin gegnum skóginn.
En svo lentu þeir út á sólsviðinni, helberri
flatneskjunni, þar sem ekkert strá fær að lifa
fyrir hitanum og þurknum.
Hver sá maður, sem villist vatnslaus út á
öræfi þessi, þar sem himinn og jörð eru bæði
jafnmiskunárlaus, er vægðarlaust dæmdur til
dauða. Pað er ekki loft, heldur eldur, sem menn
anda að sér; blóðið þornar upp í æðunum.
Pegar hallaði að sólarlagi voru þeir enn í
fjögurra mílna fjarlægð frá vatnsbólinu. Kalk-
hellan í jörðinni fór nú að verða sendnari, og
einstaka kjarskúfur fór að sjást við og við, og
einstaka gúmmítré endrum og sinnum.
Alt í einu fór brúni hesturinn hans Don
Estevans að sperra éyrun og vildi ekki halda
áfram. Hinir hestarnir tóku líka að ókyrrast, er
þeir komu nær.
»Það er ekkert hættulegt á seiði,» sagði
Kúkilló, því að hans hestur hélt brátt áfram,
án þess hann væri hvattur. Hinir keyrðu þá
líka hesta sína sporum, og komust þá brátt að
því, af hverju hestarnir létu svona.
Pað lá þar dauður hestur á bak við skógarrunn.
Peir félagar hefðu nú ekki látið þetta á sér
festa, því að það er svo algengt á þessum
öræfum að skepnur örmagnast af þorsta og
deyja. En það sem vakti huga þeirra var það,
að hesturinn var með söðli og beizli.
Kúkilló beygði sig niður í söðlinum og
skoðaði markið á hestinum. Sprunginn og
skrælnaður vatnsbelgur hékk við söðulbogann,
«Eg sé för mannsins í sandinum,* sagði
Kúkilló, «annaðhvort hefir hann meitt sig, þeg-
ar hesturinn datt niður með hann, eða hann
hefir verið sjúkur og örmagna — að minsta
kosti hefir hann verið valtur á fótunum. Förin
stefna í sömu átt og við höldum.
Pegar þeir höfðu riðið aðeins litla hríð, og
myrkrið var að skella á, sáu þeir ungan mann,
fátæklega búinn, liggja þar á jörðinni, og bærði
hann sig ekki.
Pað var orðið of dimt til þess að greina
andlitsskapnað hans af hestsbaki.
«Gættu að því, Benító,» sagði Don Este-
van við hestamanninn, «hvort hann kynni að
vera sofandi.»
Benitó reið nær með hestahópinn, og ýtti
við honum með lenzu sinni; en ekkert Iífsmark
sá á honum.
»Bíðum við! það er hægur vandi að sjá
hvort hann er hrokkinn upp af,» sagði Kúkilló,
hljóp af baki og Iagði höndina á brjóst hon-
um. «Nei, ssnnor, ekki er hann það enn, en
líklega verður þess ekki langt að bíða, ef hann
verður látinn eiga sig.»
»Reynið þá að bjarga honum ef þér getið, >
mælti Spánverjinn, »ef það tekst, skuluð þér
fá hálfa únsu.»
Kúkilló hló við. »Hún er auðunnin —
stattu kyr, Tordilló, og bíddu eftir mér!« sagði
liar.n við hest sinn, en hann krafsaði jörðina
óþolinmóðlega með fótunum, þegar þeir Don
Estevan og þjónar hans riðu áfram, og hurfu
þegar fyrir runnana, sem þegar voru farnir að
gerast þéttari. «Vertu rólegur — bara svo litla
stund!« -
Hann klappaði hestinum áhálsinn. Paðvar
eins og hesturinn skildi hann og stóð nú graf-
kyr. Svo beygði hann sig alveg niður að pilt-
inum. En óðar en hann hafði litið á þetta ná-
föla andlit, hrökk hann saman og spratt upp
aftur.
»Hver andskotinn!» tautaði hann, og dró
þegar hnífinn upp úr leggböndunum á fæti sér.
Hann lyfti hendinni hægt til þess að leggja
hnífnum á piltinum, en hætti þó við og leit
tortryggilega í kringum sig.
Myrkrið og hátíðakyrðin í eyðimörkinni
höfðu áhrif á huga hans, og vöktu hjá honum
hugsanir, sem bægðu honum frá þessu hryðju-
verki.
Hann lét hnífinn aftur á sama stað, og