Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Page 19
GULLFARARNIR.
17
kona hans lá banaleguna, sagði hún Tíbúrsíó
frá þessu, fékk honum uppdráttinn og varþað
föðurarfur hans. Pá lagði hún honum ríkt á
hjarta að leita uppi morðingja Arellanoss, því
hún þóttist vita til vissu að félagi hans hefði
vegið hann, og draga hatin fyrir dóm, En óð-
ara en því yrði fram komið, þurfti Tibúrsió
að vinna sér inn nokkurt fé, og ætlaði hann
að gera það í hasíendunni; þar hafði hann
líka stundum verið áður um tíma við hirðara-
störf, og getið sér gott orð.
Undireins og þeir voru komnir, fór Kúkilló
og kallaði Don Estevan á einmæli, og gat þess
að Tíbúrsió væri sonur, eða öllu heldur þó
fóstursonur Arellanoss, og gæti stafað hætta af
honum fyrir launmál þeirra, ef hann skyldi
eitthvað vita um gulldalinn; þótti Kúkilló ráð-
legra að sjá ráð fyrir pilti þessum í tíma, því
allur væri varinn góður Don Estevan eyddi
því, en spurðist mjög fyrir, hvaðan Tibúrsió
mundi vera, en Kúkilló hélt liann mundi hafa
komið með þeim hjónum frá Evrópu, og lík-
•ega vera fæddur á Spáni.
Alt þetta oili Don Estevan áhyggju mikillar,
og ekki gat hann að sér gert, nema horfa mjög
á Tibúrsíó um kvöldið.
IV. KAPÍTULI.
Tígraveiðararnir.
Tjörn þessi var á löngu svæði eini stað-
urinn, þar sem vatn var að fá, á meðan á
þurkatímanum stóð. Hefir þar víst undir
niðri verið uppgönguauga, sem fylti tjörn-
ina; var hún á botninum á dæld einni lít-
illi, og var hér um bil tíu feta há brekka nið-
ur að vatninu á allar hliðar; var þéttskipað
trjám þar í kring, er fléttuðu greinum saman,
og mynduðu skuggsæla laufskála með dæld-
inni, og gras mikið og gott var þar í kring.
Gróðurblettur þessi og afkymi í eyðimörk-
inni var sannur fagnaðarstaður ferðamönnum
til þess að á þar, hvíla sig og hesta sína.
Þangað komu og oft veiðimenn til þess að
sitja þar um hirti og tígra og önnur dýr, .gem
þorstinn knúði til að leita sér drykkjarí vatns-
bóli þessu úr öllum áttum.
Hitanum linti við sólarlagið, og var nóttin
svo á eftir eins og vant er í heitu löndunum.
Eldarnir brunnu því bæði til þess að draga
úr næturkulinu, steikja við þá kvöldverð —
þjónarnir voru einmitt að “steikja sér hálft
sauðarfall — og verja villidýrum að leita á þá, ef
þau kynnu að slæðastað vatnsbólinu um nóttína.
Don Estevan lá við sérstakan eld, kipp-
korn frá hinum; lá hann þar á bóli úr húð-
um og ábreiðum og var í þungum hugsunum.
Hann starði inn í eldinn, og studdi hönd
undir kinn. Stundum horfði hann á Tíbúr-
sió, sem hélt til við stóra eldinn hjá þeim
Kúkilló og Baraja.
Hestarnir voru þar nálægt, og héldu sér
í grend við bjölluhryssuna. Peir teygðu háls-
ana, eða bitu grasið, og glampaði eldurinn
í augum þeirra. En svo fóru þeir að fnasa
og viðra, hnöppuðu sig saman og létu ó-
rólega, eins og þeir fyndu á sér, að hætta
væri í nánd.
«Hér er víst einhverstaðar í nánd tígur á
vakki», sagði Benitó. Og þar var hann sann-
spár, því að litlu síðar heyrðist hátt'ýlfur skamt
frá vatnsbólinu.
«Takið til vopna», kallaði Don Estevan
og þreif byssu sína.
«Parf ekki til, sennor, þetta er meira en
nóg,» svaraði Benitó hlæjandi, og kastaði
fangi sínu af skrælnuðum viðargreinum á
eldinn. Bálaðist þá eldurinn í háaloft, svo að
birtu sló langt út til allra hliða; rétt á eftir
heyrðist ýlfrið nokkru fjær.
Pað var eins og létti fargi af öllum. Bar-
aja einn hélt áfram að kynda eldinn af kappi
og var auðsjáanlega allsmeykur. Hann marg-
spurði Benitó um það, hvað tígrar væru hættu-
legir, þangað til hann varð að skipa honum
að þegja. »Ef þér haldið svona áfram að bruðla
út eldiviðnum», sagði hann, «þá verður þetta
bráðum búið, sem er til.»
Eftir nokkra stund fór tígurinn aftur að
öskra stutt frá vatnsbólinu, og annar tók und-
3