Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Síða 20
18
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
ir hinumegin tjarnarinnar. Voru þeir þá sem
komnir í úlfakreppu.
Baraja hafði ekkert hirt um að hlýða því
að spara eldsneftið, og Kúkilló hjálpaði hon-
um trúlega til þess að bera á eldinn, meir en
þörf var á, og hertu þeir sig því meira sem
öskrin í kringum þá ágerðust. Eldsneytið varð
nú líka ódrjúgt og gekk upp. en enginn þorði
að fara rieitt frá, til þess að afla meiri eldi-
viðar.
Öskur villidýranna fór altaf vaxandi. Hest-
arnir hnipruðu sig saman í þéttan hnapp og
þokuðu sér nær eldinum. En svo rufu þeir
hnappinn alt í einu, því þá dundi við ógur-
legt ö«kur rétt að segja hjá þeim, og þutu
eins og fjaðrafok sinn í hverja áttina. Hví-
andi og frýsandi þeystust þeir út í myrkrið.
Baraja stundi þungan, og kastaði digrum
lurki í eldinn, sem þá var tekinn að daprast.
Kúkilló hékk í honum eins og barn í svuntu
móður sinnar.
«Eg er ekki eins hræddúr við neitt á jarð-
ríki eins og svona hrækvikindi,» tautaði hann.
Bæði dýrin öskruðu enn ógurlega, og var
eins og sigurrómur í röddinni. Bergmálið dundi
við á allar hliðar, svo að það var líkast því,
að heill hópur þessara blóðvarga hefði kom-
ið á stefnufund þarna í eyðimörkinni.
Don Estevan var staðinn upp, og hélt
byssu sinni miðaðri til hæfis, en var eins ró-
legur og veiðimaður, sem situr í leyni um bráð
sína.
Benitó setti. hönd fyrir auga, stóð álútur
og horfði í kringum sig. En órólegri var hann
hestanna vegna en sjálfs sín.
Tíbúrsió stóð þar hjá honum uppréttur og
hugrakkur. Hann hélt um skaftið á hníf sínum,
svo sem hann væri til þess búinn að stökkva
á móti tígrunum, ef þeir kæmu. Spánverjinn
horfði á hánn, og var enn svo að sjá, sem
honum brygði við.
|Rétt á eftir heyrðist gullúlfur gjamma væl-
• andi í nokkurri fjarlægð.
«Gullúlfur!» sagði Benitó og var hissa,
»Rað má undur kalla, því þær bleyður eru
þó ekki annars vanar að þora að vera í
nánd við tígra, nema þá helzt þegar þeir eru
að rífa sundur bráð sína; þá eru þeir að mæl-
ast til leifanna. — Heyrið þið til ! — þar gaul-
ar annar óþverrinn hinumegin. Rað má mikið
vera, ef það eru ekki einhverstaðar hér í grend-
inni einhverjar þær verur á vakki, sem ekki
eru hræddar við tígrana.»
Hvað gefur það verið?« sögðu Kúkilló
og Baraja báðir í einu, og voru æði bjúgir.
«Eg ímynda mér það séu tveir veiðimenn
að norðan, því að þeir einir hafa bæði hug
og dug til þess að ella þessi háskalegu rán-
dýr, jafnvel á nóttunni. Gullúlfagargið er sjálf-
sagt merki, sem þeir g;fa hver öðrum til þess
að tína ekki hver af öðrum í myrkrinu.»
«Heilagur Pabló gæfi að þér segðuð satt!«
stamaði Baraja, og glumraði tönnunum af
hræðslu.
«Hó hó, skjótið ekki, við komum til ykk-
ar," sagði sterkleg rödd úti í myrkrinu með
annarlegum framburði, og rétt á eftir kom
maður heim að eldunum.
Maður þessi var tröll að vexti, með hæru-
skotið hár og sítt grátt skegg, seni náði nærri
upp að augum. Augun voru grá og góðmann-
leg, augabrýrnar loðnar mjög, en þar fyrir of-
an tók við húfa úr tóuskinni.
Hann var klæddur blárri skyrtu og treyju
yfir utan gerðri úr ullarflóka, og í leðurbrók-
um með belti uni mjaðmir og var í beltinu
langur veiðihnífur. Á fótum bar hann þung
stígvél, járnslegin. Um aðra öxl honum hékk
stórt vísundahorn, fagurlega fægt, fult af púðri,
og leðurpungur, líklega með blýkúlum. í hend-
inni hélt hatin á byssu með löngu, rifluðu hlaupi.
Hann stóð við að eins og leit yfir hópinn
og mælti:
«Fjandinn hafi eldinn ykkar, nú hafið þið
fælt fyrir mér tvo þá fallegustu flekkutígra,
sem nokkurn tíma hafa öskrað í þessari eyði-
mörku. Eg vona að þið drepið eldinn!«
«A? drepa eldinn?» æptu þjónarnir.
»Já, þið eruð þó líklega ekki hræddir við
tvo tígurhvolpa,* sagði veiðimaðurinn hlæjandi.
J