Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Síða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Síða 21
GULLFARARNIR. 19 «Hver eruð þér?» sagði Doti Estevan. «Veiðimaður, eins og þér sjáið.» «Hverskonar veiðimaður?« »Við félagar veiðum otra, bjóra, úlfa, tígra og Indíana, eftir þvísemberst okkur í hendur.» «Guð hefir sent ykkur til okkar,» andvarp- aði Kúkilló. »Nei,» svaraði veiðimaðurinn og sneri sér frá honum með óbeit. »Spölkorti héðan fund- um vér félagar púmu og tvo tígra, karl og konu, sem voru að fljúgast á út af hestskrokk. Púmuna skutum við, og höfum svo rakið slóð tígranna hingað. Ef þið bannið þeim ekki að ná í vatnið, þá skal eg losa ykkur við þessi kvikindi. — Umfram alt — kæfið nú eldana.» Hann talaði svo rótt og alvarlega, og það lá svo niikið traust og manndómur í þessum jötni, að Don Estevan lét þegar dreifa glæð- unum og kæfa í þeim. Á meðan rak veiðimaðurinn upp garg eins og gullúlfur, og kom þá félagi hans. Hann var hár vexti og þrekinn að því skapi, en sýndist eins og dvergur, þegar hann var kominn við hliðina á honum. Nú öskruðu bæði dýrin í einu úr sömu att og áður. Þau voru að fagna því að nú væri orðið dimt aftur. Hurfu þeir félagar þá ofan í dældina nær vatninu, krupu niður á annað hnéð/sneru bökum saman, höfðu byss- urnar lagðar til hæfis og hnífana milli tannana, og biðu svo átekta. Dýrin voru nú þögnuð. Dauðakyrð var yf- *r öllu. En svo fóru þeir ferðamennirnir að sjá glóra í augu í myrkrinu og tvo gulleita búka smjúga milli trjánna, og skrjáfaði við í greinum og feyskjum. Rau voru að þoka sér nær vatnsbólinu, hálíhlaupandi, hálfskríðandi. Veiði- mennirnir gátu ekkert séð enn. Reir heyrðu aðein’s blástra og hvæsingar dýranna. Fáein skref frá vatnsbólinu námu þau staðar, sitt hvoru megin, bæði í einu, og urruðu grimd- arlega. Rau höfðu veður af að nýir féndur væru ' nánd. Þau teygðu sig sundur og saman og lömdu sig um síðurnar með hölunum. Svo ráku þau upp ógurleg öskur og tóku stökk undir sig. En f sama bili heyrðist skot, Annar tígur- inn fékk skotið um leið og hann tók atökkið; hann grenjaði við, hringsnerist i Ioftiiu og byltist svo ofan í dældina, og lá þar hreyfing- arlaus. Hitt dýrið réðst á veiðimennin* með ofsagrimd. Dýr og maður byltust þar um í einni hrúgu, þar til nýtt skot heyrðist, og hitt dýrið byltist argandi til jarðar. Þar lágu þau bæði, Enginn þorði að vita, hvernig farið hefði, fyrri en Kanadarinn— veiðimaðurinn stórvaxni — kom upp úr dældinni. Pá hlupu allir á móti honum. «Sjáið til,» sagði hann og benti á dauða skrokkana,« hvað tvær góðar kentúckybyssur og duglegur hnífur geta áunnið í góðum höndum.» Þá sáu þeir bæði dýrin liggja dauð, en hinn veiðimaðurinn, sem kallaður var »8vefn- purka», var að þvo upp langa rispu, sem náði frá öxl og inn á brjóst, og var alldjup. Hafði dýrið rifið það með klónni. «Klær eru beittar, en betri er þó duglegur hnífur,» sagði hann og benti á annað dýrið það var rist á hof og lágu iðrin úti. «Er ekki einhver hasíenda hér í grendinni, svo við gætum selt púmuhúð og tvo Ijóm- andi fallega tígurfeldi?» sagði «Svefnpurkan». »Jú, hasíenda del Venadó,» sagði einn þjón- anna, «við erum á leið þangað; þið fáið þar fimm pjastra fyrir hvert skinn og tíu pjastra verðlaun að auki. Það eru ekki nema fáar mílur þangað.» «Hvað heldurðu, Kanadari, eigum við að fara?» »Já, tuttugu og fimm pjastrar fyrir skinnið! Það er sjálfsagt. Við förum bráðum, og kom- um þangað líklega á undan ykkur.» Þjónarnir fóru nú aftur að lífga við eldana, og luku þeir nú við að búa út kvöldverðinn. Það lagði þægilegan ilm af sauðarkrofinu, sem verið var að steikja. Á meðan fór Don F.stavan með veiðimönn- unum og skoðaði bæði dýrin og bauð þeim síðan til kvöldverðar með sér og mönnum sínum; sama bauð liann og hinum ungti nlanni.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.