Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Qupperneq 26

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Qupperneq 26
24 NÝJAR KVÖLDYÖKUR. einliverju, sem þó varð aldrei fjær en áður. Hún þekti harm föður síns. Hún vissi hvers unaðar hann hafðinotið, og hve missirinn hefði verið honum sár. Hún fylgdi æfintýrum elskendanna í sögum þeim, sem hún las upp- hátt á vetrarkvöldunum, með innilegri hluttekn- ingu, og hún skildi það vel, að ástin, sem veittr mönnunum mesta sælu í lífinu, getur einn- ig valdið sárustum harmi. En það var líka til annað en þessi óhamingjusama ást, eitthvað hræðilegt, sem hún skildi ekki. Henni virtist sem stundum btygði fyrir óljósum inyndum í sæluheimi ástarinnar, sem báru á sér brennimark blygðunar og svívirð- ingar. Hún heyrði oft nefnda hina hryggileg- ustu eymd og smán í sambandi við ástina, sem þó er hið helgasta í heiminum. Stundum komu fyrir atvik í lífi þeirra nranna, sem hún þekti, sem hún þorði ekki að hugsa um; og þegar faðir hennar hafði prédikað um siðspillinguna í heiminum, og farið um hana hörðum en hógværum orðum, fyrirvarð hún sig að horf- framan í hann lengi á eftir. Hann tók eftir þessu og gladdist af því. Hann gladdist af því, hve hún var hrein og óflekkuð, og hve vel honum hafði tekizt að vernda hið barnslega sakleysi hennar. Sál hennar var hrein eins og perla, sem ekkert óhreint getur festst við. Skyldi hann nú geta varðveitt hana þannig framvegis! Ekkert ilt skyldi þó geta spilt henni, með- an hann gæti vakað yfir henni. Og þó að hann misti við, þá var hann þó búinn að hervæða hana gegn freistingum lífsins, svo að hún gat notið þeirrar verju í baráttunni. Einhverntíma hlaut baráttan að byrja. Hann leit á dóttpr sína, en hún skyldi ekki augnaráðið, og piest- urinn sagði með sínu fasta trúnaðartrausti: «Ojæja, alt er á drottins valdi«. «Hefirðu ekki tíma til þess að ganga ofur- lítið út nreð mér í dag?» spurði Rebekka föð- ur sinn, þegar þau voru búin að borða. »]ú,« sagði hann, »eg hefði líka gott af því, af því að veðrið er svo gott, og eg hefi utinið svo kappsamlega, að eg er nærri búinn með ræðuna.» Rau gengu fram á steinþrepið framan við aðalinnganginn. Rað hagaði svo einkennilega til, að þjóð- brautin, sem lá til borgarinnar, lá þvert í gegn- um garðinn. Prestinum var ekki utn þetta gefið, því að hann vildi um fram alt hafa næði og kyrð. En þótt prestssetrið væri að vísu nokkuð af- skekt, þá hafði umferðin i för með sér tals- verða ókyrð. Og sú umferð var Ansgariusi litla orsök sífeldra æfintýra. Pegar þau feðginin voru komin út á þrepið, og voru að tala um, hvort þau ættu heldur að ganga veginn eða þvert yfir lyngholtin niður að sjónum, kom Ansgari- us litli blaðskellandi upp holtið og inn í garð- ittn. Hann var lafmóður og kafrjóður, og Buke- falus var á harðaskeiði. Riddarinn stöðvaði hestinn við dyrnar, og rykti svo fast í taum- ana, að það kom djúp rák í sandinn, sveifl- aði sverðinu og hrópaði: «þeir koma, þeir koma!» »Hverjir koma?» spurði Rebekka. «Pað koma svartir stríðshestar, frýsandi og másandi, og þrtr vagnar vopnaðra hernianna.» «Hvaða bull, drengur,® sagði faðir hans byrstur. «Pað koma þrír lokaðir vagnar með fólki frá borginni,» sagði Ansgarius hálfsneyptur. «Við skulurn fara inn, Rebekka,» sagði presturinn og sneri sér við. En í sama vetfangi komu fyrstu hestarnir hlaupandi upp á leitið. Pað voru að vísu ekki frýsandi f olar; en það var tilkomumikið að sjá sólina skína, á vagnana, sem komu í Ijós hver á fætur öðrum með fögru litaskrúði, og að sjá glaðlegu andlitin í þeim. Rebekka gat ekki stilt sig um að bíða á þrepinu og horfa á vagnana. I fyrsta vagninum var aldraður maður og þrifleg kona í aftara sætinu. í fremra sætinu sat ung stúlka, og ungur nraður við hlið henni. Pegar vagninn kom inn

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.