Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Blaðsíða 27
PRESTSSETRIÐ.
25
í garðinn, stóð ungi maðurinn á fætur, afsak-
aði ókurteisina við konuna í aftara sætinu, og
sneri sér alveg fram i vagninum, og horfði
fram hjá ökumanninum.
»En hve hér er yndislegtN hrópaði hann
upp yfir sig.
Prestssetrið stóð á fremstu hæðinni næst
sjónum, svo að þar blasti við sjóndeildar-
hringurinn víður og blár, er þau komu inn í
garðinn.
Aldraði maðurinn í aftursætinu rétti sig of-
urlítið upp, til þess að sjá út úr vagninum og
mælti: «Já, hér er mjög fagurt útsýni; það gleð-
ur mig, að yður geðjast að okkar einkenni-
lega landslagi, herra Lintzow.»
Þá varð unga manninum Iitið á Rebekku;
hann tók í taumana hjá ökumanninum og
sagði.
»Hér skulum við halda kyrru fyrir.»
Rebekka leit undan.
«Sussu, sussu,» sagði frúin brosandi, «það
nær engri átt, þetta er prestssetrið.
«Gerir ekkert,« sagði ungi maðurinn glað-
ur í bragði, og hljóp niður úr vagninum.
«Er það ekki satt? eigum við ekki að hvíla
hérna,» sagði hann við þá, sem sátu í aftari
vögnunum.
Þá stóð upp maðurinn í aftara sætinu, og
sagði alvarlegur: «Nei, vinir minir! þetta nær
engri átt; við getum alls ekki sezt hér að hjá
prestinum, sem við þekkjutn ekki neitt. Pað
er ekki nema tíu mmútna ferð til hreppstjór-
ans, og hann er því vanur, að taka á móti
gestum.
Hann ætlaði að fara að gefa skipun um að
halda áfram, þegar presturinn kom út í dyrn-
ar og heilsaði vingjarnlega. Hann þekti Hart-
vík verzlunarfulltrúa í sjón, og vissi að hann
var voldugasti höfðinginn í borginni.
Ef þið viljið láta svo lítið, að standa hérna
við, þá er mér það mikil ánægja,» sagði prest-
urinn, «og hvað útsýnið snertir,*------
«Nei, kæri herra prestur,» þér 'eruð alt of
góður og eftirlátssamur, við þorum alls ekki að
taka þessu góða og vinsamlega boði yðar, og
við verðum að biðja yður innilega afsökunar
á hegðun þessa unga fólks, sem með okkur
er,» greip frúin fram í, hálfráðalaus, þegar
hún sá að yngsti sonur hennar, sem verið hafði
í aftasta vagninum, var farinn að leika sér við
Ansgaríus litla.
«EgfulIvissa yður um það, frú,« sagði prest-
urinn brosandi, «að bæði mér og dóttur minni
þykir mjög vænt um það að fá svona skemti-
lega heimsókn í fámenninu.»
Lintzow opnaði vagnhurðina og hneigði
sig hátíðlega,
Verzlunarfulltrúinn og kona hans litu hvort
á annað, en presturinn gekk nær og endur-
nýjaði boðið, og svo varð það úr, að kon-
súlshjónin létu undan, og stigu út úr vagnin-
um eins og hálf nauðug en þó |brosandi, og
lofuðu prestinum að leiða sig inn í dagstof-
una, sem var stór og rúmgóð.
Þau hjónin fóru nú enn að afsaka átroðn-
inginn, og kynna prestinum og dóttur hans
fólkið í hópnum . . . Það voru börn þeirra
og ýmsir ungir vinir þeirra og vinstúlkur, en
aðallega var til ferðarinnar stofnað fyrir herra
Lintzow, vin elzta sonar hjónanna, sem var
hjá þeim gestur um tíma.
«Þetta er Rebekka dóttir m:'n,» sagði prest-
urinn, og hún mun reyna að gera sér alt far
um að —
«Nei, nú skal eg segja yður eitt, herra
prestur, tók konsúlsfrúin, glaðlega fram í, og
var heldur en ekki óðamála. »Þetta fer nú að
verða úr öllu hófi. Þó að synir mínir og herra
Lintzow, sem er alveg^óviðráðanlegur órabelg-
ur, hafi neytt okkur til þess að gera ykkur
ónæði, og fara inn í hús yðar, þá ætla eg nú
að taka til minna ráða. Eg ætla sjálf að standa
fyrir beina — hana nú, — farið þið strákar
og sækið þið böglana, sem í vögnunum eru;
og, elsku barnið mitt, þú átt nú að leika þér
með unga fólkinu, eg skal sjá um matreiðsl-
una, því er eg vönust,» sagði hún við Re-
bekku, um leið og hún leit á hana og klapp-
aði á kinnina á henni, og einlægnin skein úr
gráu augununi hennar.
4