Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Qupperneq 29

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Qupperneq 29
PRESTSSETRIÐ. 27 Þegar hópurinn var búinn að standa við upp á hauginum um stund og dást að útsýn- inn, fór hann eftir götustíg niður að sjónum. Þau gengu svo á sléttum og samfeldum sandinum niðri í flaeðarmálinu og skeggræddu um alla heima og geima. Fyrst var Rebekka eins og utan við sig. Henni fanst eins og þetta kaupstaðarfólk tal- aði annað mál, sem hún skildi ekki. Stund- um fanst henni það hlæja að alls engu, og stundum gat hún hlegið að því, þegar það var að spyrja að því, sem það sá, eða hrópaði upp yfir sig af undrun við hvað eina, sem íyrir augun bar. En smám saman fór hún að kunna betur við sig í hóp þessa vingjarnlega og góðlát- lega fólks. Yngsta dóttir konsúlsins var jafnvel svo vinaleg að ganga við hliðina á henni, og halda handleggnum utan um hana. og þá var henni lokið, svo að hún fór að tala út um alla heima og geima, og Lsegja frá ýmsu, eins og hitt fólkið. Hún tók alls ekki eftir því, að ungu menn- irnir allir, einkum Lintzow, hugsuðu mest um hana, og hún skildi það ekki, fremur en svo margt annað, sem þeir töluðu um, þó að þeir væru smám saman að láta fjúka orð í hennar garð. Þau léku sér lengi að því að hlaupa fremst fram í flæðarmálið, þegar öldurnar féllu út, og flýja svo undan, þegar næstu báru bar að landi. Það var heldur en ekki gleði á ferðum, ef aldan náði einhverjum drengjanna á leið- inni, eða þegar stórar öldur brutust langt upp eftir allri fjöru, svo að allur hópurinn varð að leggja á flótta. «Lítið þið á, mamma er hrædd um að við komum of seint á dansleikinn,* —sagði ungfrú Friðrika alt i einu, og sáust þá konsúlshjónin og presturinn standa upp á bæjarhólnum eins og vindmynur, og veifa vasaklútum og pentu- dúkum. Nú lagði allur skarinn á stað heimleiðis. Rebekka fylgdi þeim beina leið yfir mýrina, því að hún gáði ekki að því, að kaupstaðar- stúlkurnar voru e'.cki eins liðugar og hún að stökkva þúfu af þúfu, til þess að blotna ekki í fæturna. Ungfrú Friðrika var í skósíðum kjól, og gat ekki stokkið nema stutt, svo að hún rak fótinn niður í pytt. Hún hljóðaði upp yfir sig, og leit á Lint- zow, og bað hann blessaðan að hjálpa sér. <Ja Hinrik, hjálpaðu henni systur þinni,» sagði Lintzow við Hinrik bróður hennar, sem var nær henni en hann, En ungfrú Friðrika komst sjálf upp úr, og allir héldu áfram. Það var búið að bera á borð í garðinum undir húshliðinni, og þó að vorið væri svona nýlega byrjað, þá var þar þó nægilega heitt á móti sólinni. Þegar allir voru seztir að borði, leit frúin yfir borðið til þess að gæta að, hvort alt væri nú í lagi. »Hvað er þetta? — eg held að það vanti eitthvað. Mig minnir áreiðanlega, að ráðskon- an vefði orra innan í bréf í morgun, og léti með nestinu. Manst þú ekki líka eftir því, elsku Rikka mín?> «Nei, en eg verð að biðja þig að fyrirgefa, mamma mín, því að eger ekki vön að fást við matreiðslu,» svaraði dóttir hennar. Rebekka leit á föðtir sinn og á Linzow, og það sást fljótt á prestinum, að harra var sekur. Ansgaríus litli gat meira að segja séð það á honum. «Því hefði eg ekki trúað, herra prestur, að þér væruð með»— sagði konsúlsfrúin. Þá gat hann ekki stilt sig lengur að hlæja, og meðgekk alt saman, en drengirnir drógu fuglinn undan kápunni, sigri hrósandi. Nú voru allir í bezta skapi. Hartvík konsúlf var alveg hrifinn af því, að presturinn skyldi geta gert að gamni sínu með unga fólkinu, og presturinn hafði ekki verið í eins góðu skapi í mörg ár. Þá vék einhver að því, hve alt Væri þar 4)

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.