Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Side 31
PRESTSSETRIÐ.
29
En meðan verið var að búaniður, og fóik-
ið var að setjast í vagnana og alt var í upp-
námi, læddist Rebekka burtu. Hún fór fyrst inn
í húsið, og svo yfir garðinn og niður að Kon-
ungshaugi. Húu settist þar niður undir trján-
um hjá fjólunum, og fór að átta sig á öllu
því, sem hún hafði séð og heyrt um
daginn.
»En hvar eru nú fjólurnar, herra Lintzow,«
sagði Friðrika, þegar hún var sezt upp í
vagninn.
Hann var alstaðar að leita að Rebekku, og
var eins og hálfgert utan við sig, og sagði
að það myndi vera orðið of seint. En svo var
eins og honum hefði húgkvæmst eitthvað nýtt,
svo að hann sneri sér að frúnni og mælti:
»Pér fyrirgefið, frú Hartvík, að eg skýzt
burtu sem snöggvast til þess að sækja ofur-
lítinn blómskúf handa ungfrú Friðriku.«
Alt í einu heyrði Rebekka hratt fótatak, og
henni fanst, að það gæti ekki verið neinn ann-
ar en Lintzow, sem kæmi.
•O, þér eruð þá hérna, ungfrú Rebekka,"
mælti hann, »eg kom til þess að sækja fjól-
urnar.i
Hún sneri sér undan til hálfs og fór að
tína fjólur.
»Ætli þér að tína fjólur handa mér, ung-
frú Rebekka?« sagði hann hikandi.
»Eiga þær ekki að vera handa ungfrú Frið-
riku?» spurði hún.
«Æi nei! tíni þér þær handa mér,« sagði
hann biðjandi, og féll á bæði hnéframmi fyrir
henni.
Málrómurinn varð aftur raunalegur, það
var nærri því eins og barn væri að gártbiðja
móður sína.
Pá rétti hún honum fjólurnar án þess að
líta upp.
Hann vafði handleggjunum utan um hana,
og hélt henni fast upp að sér.
Hún reyndi ekki til þess að slíta sig af
honum; hún lét augun aftur, og henni varð
þungt um andardráttinn.
Pá kysti hann hana — einu sinni — mörg-
um sinnum — á augun og á munninn, þess
á milli nefndi hann nafn hennar, ogsagði ein-
hver orð, sem varla skyldust, og svo kysti
hann hana aftur.
Pað var kallað heiman úr garðinum, og
hann slepti henni og hljóp eins og fætur tog-
uðu niður af hauginum.
Hestarnir börðu niður hófunum, og Lintzow
flýtti sér að stökkva upp í vagninn; en þegar
hann Iét aftur vagnhurðina, tókst svo klaufa-
lega til fyrir honum, að hann misti blómvönd-
inn, og hafði ekki eftir nema ema fjólu.
»Pað er líklega ekki til ueins að bjóða
yður þessa einu, ungfrú Friðrika?« sagði hann.
»Nei, þakka yður fyrir; það er bezt að þér
eigið hana sjálfur í minningu um það, hve
yður fórst fimlega,« svaraði hún með þvkkju.
»Já, það er alveg rétt, sem þér segið, og
eg ætla að breyta eftir þvf,« svaraði Lintzow
með mestu stillingu.
Lintzow var á dansleiknum um nóttina.
Pegar hann vaknaði morguninn eftir, og fór
að klæða sig í hversdagsfötin, fann hann visna
fjólu í eintú hneppslunni. Hann kleip blóm-
hnappinn af með nöglinni, og dró svo legg-
inn út hinumegin.
«Já, það var annars alvegsatt,» sagði hann
við sjálfan sig, og leit brosandi í spegilinn;
»eg var nærri því búinn að gleyma henni*
Svo fór hann burtu, alfarinn, seinni partinn
um daginn, og þá var hann alveg búinn að
gleyma henni.
* * * * *
* * * *
Sumarið kom með hlýja daga og iangar,
bjartar nætur.
Reykjarskýin eftir gufuskipin lágu eins og
svartar rákir yfir hafinu, og seglskipin, liðu á-
fram í hægðum sínum með vindlausum voð-
um, og þurftu nærri því heilan dag til þess
að komast úr augsýn.
Pað leið nokkur tími, áður presturinn tók
eftir nokkurri breytingu á dóttur sinni, en smám
saman fór hann að veita því eftirtekt, að hún
varð æ fölari í útliti, og vildi vera sem mest
ein í herbergi sínu. Hún kom mjög sjaldan